Að undanförnu hefur heimilis- og dagdeildarfólk á Höfða heimsótt Byggðasafnið að Görðum.
Margt gladdi Höfðafólk á byggðasafninu, ekki síst Axelsbúð þar sem menn fengu sér sæti á gamla trébekknum og fengu sér kók úr goskælinum sem var hluti af Axelsbúð um áratugaskeið.
Þessar heimsóknir á byggðasafnið hafa gert mikla lukku, enda er safnið af flestum talið eitt allra besta byggðasafn á landinu.
Starfsfólk dagvistar, þær Emilía P.Árnadóttir, Arinbjörg Kristinsdóttir og Marianne Ellingsen höfðu veg og vanda af þessum heimsóknum.
Arinbjörg Kristinsdóttir sýnir Bjarneyju Hagalínsdóttur áhugaverða mynda á byggðasafninu.
Guðrún Ólafsdóttir virðir fyrir sér áhugaverða muni.
Í vetur verður spilað og teflt á Höfða hvern miðvikudag kl. 14-16. Þessi starfsemi hófst í síðustu viku. Ingibjörg og María stjórna þessum spila- og taflfundum. Í dag var vel mætt, spilað á 6 borðum og teflt á einu borði. Létt var yfir fólki við spilamennskuna og góðir taktar sáust á sumum borðum, enda margir spilarar með áratuga reynslu við græna borðið.
Fremst sitja Hákon Björnsson og Þuríður Jónsdóttir. Til hægri er Rannveig Jóhannesdóttir, til vinstri: Málfríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Guðrún Adolfsdóttir.
Frá vinstri: Skúli Þórðarson, Tómas Sigurðsson, Sveinn Jónsson og Gunnar Guðjónsson.
Grétar Jónsson og Magni Ingólfsson niðursokknir í skákina.
Í dag heimsótti Höfða 10 manna hópur sveitarstjórnarmanna og embættismanna frá Sörvogi, vinabæ Akraness í Færeyjum. Í fylgd með þeim voru 2 fulltrúar Akraneskaupstaðar, Rakel Óskarsdóttir og Hörður K.Jóhannesson.
Gestirnir gáfu sér góðan tíma til að skoða heimilið og hrifust af því sem fyrir augu bar. Að skoðun lokinni snæddu þeir hádegisverð í mötuneyti Höfða og hældu mjög þeim góða mat sem Bjarni bryti og hans fólk bar fram.
Margrét A.Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhannes Ingibjartsson tóku á móti þessum góðu gestum.
Eins og kunnugt er stendur Dvalarheimilið Höfði í landi Sólmundarhöfða og dregur nafn sitt af höfðanum. Á Sólmundarhöfða voru á árum áður nokkrir bæir en nú er aðeins einn eftir. Þar hefur Sigursteinn Árnason búið síðan hann fæddist í nóvember árið 1915. Í gær var þessi níræði höfðingi að slá túnið sitt með orfi og ljá og gekk rösklega til verks.
Sigursteinn er góður nágranni sem kíkir oft inn á Höfða í kaffisopa og létt spjall við íbúa og starfsmenn. Þá færir hann heimilinu reglulega afbragðs rabarbara sem hann ræktar.
Stóra blómabeðið sunnan við Höfða skartar sínu fegursta þessa dagana. Elísabet sjúkraþjálfari og Erla aðstoðarmaður hennar komu upp þessu beði fyrir nokkrum árum með aðstoð nokkura íbúa og starfsmanna Höfða. Hafa þær stöllur annast blómabeðið af mikilli natni og alúð í samráði við íbúa hússins.
Í gær heimsótti Höfða um 20 manna hópur eldri borgara frá vinabæ Akraness á Grænlandi, Qagortog. Gestirnir skoðuðu heimilið, sungu nokkur lög í matsal, sýndu handverk og þáðu kaffi og meðlæti.
Í dag komu saman í iðjuþjálfun 6 konur af hjúkrunardeild og bökuðu vöfflur með Ingibjörgu iðjuþjálfa. Síðan var sest að veitingum, drukkið kaffi með rjómavöfflum og spjallað um heima og geyma.
Svo mikill var krafturinn í bakstrinum að brunavarnakerfi fór í gang. Húsverðir brugðust skjótt við og stoppuðu baksturinn í miðjum klíðum.
Í gær heimsótti Höfða rúmlega 20 manna hópur frá Qagortog, vinabæ Akraness í Grænlandi. Hópurinn skoðaði heimilið og lýsti mikilli aðdáun á aðbúnaði öllum.
Að lokinni skoðun sungu Grænlendingarnir og dönsuðu þjóðdansa í samkomusal Höfða. Ung stúlka lék á fiðlu og kona á níræðisaldri lék á harmonikku. Undirtektir íbúa Höfða voru frábærar og klöppuðu þeir listamennina upp aftur og aftur.
Að lokum bauð Höfði gestunum upp á kaffi og meðlæti.
Halla Jónsdóttir í góðum félagsskap grænlensku gestanna.
Gestirnir sýndu grænlenska dansa.
Grænlendingarnir sýndu þjóðdansa í þjóðbúningum.
Grænlensku gestirnir.
Vel fór á með Tómasi Sigurðssyni og grænlensku blómarósunum.
Sungið við undirleik ungs fiðluleikara. Ása Ólafsdóttir situr næst ræðustólnum.
Dansað af innlifun.
Tómas Sigurðsson og Jónína Finsen til vinstri og Steinunn Jósefsdóttir til hægri fylgjast með dansinum.
Tómas Sigurðsson alsæll með grænlensku meyjunum.
Grænlendingarnir sungu nokkur lög. Steinunn Jósefsdóttir til vinstri og Ása Ólafsdóttir til hægri.
Myndarlegir Grænlendingar.
Dans, dans, dans
Kórsöngur
Grænlendingarnir á svölum Höfða.
Vel var mætt í samkomusalinn til að horfa á skemmtiatriði Grænlendinganna.
Hjónin Sigrún Stefánsdóttir og Tómas Jónsson til vinstri fylgjast með dansinum.
Grænlenskur harmonikkuleikari.
Sungið og spilað.
Grænlensk börn fylgdu hópnum.
Í fremsu röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir, Jónína Finsen, ? , Magni Ingólfsson, Björn Sigurjbjörnsson, Jón Ákason, Halla Jónsdóttir, ? , Ragnar Guðmundsson.
Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, heimsótti Höfða í gær. Einar Oddur ræddi við Benedikt Jónmundsson formann stjórnar Höfða og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóra um stöðu Höfða og starfsemi heimilisins.