Tónlistarguðþjónusta

Í gær var haldin tónlistarguðsþjónusta á Höfða. Ragnar Bjarnason söng nokkur af sínum vinsælustu lögum við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Milli laga talaði sr. Eðvarð Ingólfsson og lagði út af textum laganna.

 

Þessi tónlistarguðsþjónusta heppnaðist afar vel og íbúar Höfða troðfylltu samkomusalinn. Að lokum þakkaði framkvæmdastjóri sóknarpresti og listamönnunum fyrir þessa skemmtilegu og hátíðlegu stund.