Góðir gestir frá Færeyjum

Í dag heimsótti Höfða 10 manna hópur sveitarstjórnarmanna og embættismanna frá Sörvogi, vinabæ Akraness í Færeyjum. Í fylgd með þeim voru 2 fulltrúar Akraneskaupstaðar, Rakel Óskarsdóttir og Hörður K.Jóhannesson.

Gestirnir gáfu sér góðan tíma til að skoða heimilið og hrifust af því sem fyrir augu bar. Að skoðun lokinni snæddu þeir hádegisverð í mötuneyti Höfða og hældu mjög þeim góða mat sem Bjarni bryti og hans fólk bar fram.

Margrét A.Guðmundsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jóhannes Ingibjartsson tóku á móti þessum góðu gestum.