Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fjölgun hjúkrunarrýma

Þau ánægjulegu tíðindi bárust úr velferðarráðuneytinu sl. föstudag að ráðuneytið hefur samþykkt að breyta 5 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými á Höfða.  Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.   Breytingin styrkir tekjugrunn heimilisins um 22 mkr. á ársgrundvelli.