Kvennahlaup 2015 á Höfða

IMG_1318

Í dag var gengið í þriðja sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla þó svo nokkuð væri kalt og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.