Kvennahlaup 2017

Í dag var gengið í fimmta sinn Kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða undir styrkri stjórn Maríu iðjuþjálfa, gengið var frá Höfða inn í Leyni og til baka.  Fyrir hlaupið sá Hildur Karen frá ÍA um að stjórna upphitun í Höfðasal. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal í boði ÍA, en ÍA hefur frá upphafi gefið öllum þátttakendum boli og verðlaunapening. Við á Höfða viljum þakka ÍA sérstaklega fyrir gott samstarf í gegnum árin við kvennahlaupið.

Veðrið lék við alla og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.