Tilboð opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í 2 verk sem boðin voru út fyrr í þessum mánuði. 3 verktakar buðu í seinni áfanga stækkunar þjónustrýma:

Sjammi ehf.                                       kr. 47.873.701

TH ehf.                                              kr. 57.817.956

Trésmiðjan Akur ehf.                         kr. 56.783.976

Trésmiðjan Akur ehf. frávikstilboð  kr. 53.510.683

 

2 verktakar buðu í uppsetningu sjúkrakallkerfis:

Straumnes ehf.                                  kr.   3.073.566

Rafþjónusta Sigurdórs ehf.               kr.   3.785.508

 

Tilboðin verða nú yfirfarin og í framhaldi af því samið við væntanlegan verktaka.

Fækkun á Höfða

Velferðarráðuneytið hefur tilkynnti Höfða að dvalarrýmum verði fækkað um 3 og hjúkrunarrýmum um 2. Íbúar Höfða verða því 73 í stað 78 í dag. Ekki verður vistað í þau herbergi sem losna þar til þessi fækkun hefur náðst.

 

Stjórn Höfða hefur beðið ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun í ljósi þess að nýting rýma á Höfða hefur um langt árabil verið 100% og jafnan er langur biðlisti eftir plássi á Höfða. Ennfremur verður starfsemi E-deildar Sjúkrahúss Akraness breytt þannig að þar verða ekki langlegusjúklingar og mun það að sjálfsögðu auka álag á hjúkrunardeild Höfða.