Höfðagleði.

Hin árlega Höfðagleði var haldin í kvöld. Þar mættu íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn og stjórn Höfða, alls um 170 manns. Margrét A.Guðmundsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir formaður stjórnar flutti ávarp, borin var fram frábær þrírétta máltíð sem Bjarni bryti og hans fólk töfraði fram og gerði mikla lukku.

 

 

Sá landskunni Raggi Bjarna skemmti gestum með söng og gamanmálum með aðstoð Þorgeirs Ástvaldssonar, Sylvía Nótt kom fram, leikin af Kristínu Sigurjónsdóttur, dregið var í happdrætti og Guðjón Guðmundsson og Eggert Sigurðsson sögðu sögur. Þá stjórnaði Ingibjörg Ólafsdóttir iðjuþjálfi stórskemmtilegu atriði þar sem hún fékk 4 karlmenn, Ásmund Ólafsson, Benedikt Jónmundsson, Magga G.Ingólfsson og Reyni Þorsteinsson til að klæða sig í sokka með sokkaífæru. Enginn þeirra hafði vald á þessu með góðu móti, en Ingibjörg úrskurðaði að allir væru þeir erkiklaufar,en Reynir væri sigurvegari og afhenti honum konfektkassa í verðlaun.

Að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Jóns Heiðars Magnússonar, Geirs Guðlaugssonar og Guðmundar Jóhannssonar.

 

Almenn ánægja var með veitingar, skemmtiartiði og músík og óhætt að segja að Höfðagleðin hafi tekist einstaklega vel.

Umhverfisráðherra heimsækir Höfða.

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra heimsótti Höfða í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Haraldi Johannessen og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Ráðherra leit inn í nokkrar íbúðir og spjallaði við íbúa og starfsmenn. Hún skoðaði síðan iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og dagvistun og fékk sér síðan kaffisopa með stjórnendum Höfða sem kynntu henni starfsemi heimilisins.

 

Harmonikkutónleikar.

Í gær voru haldnir harmonikkutónleikar á Höfða. Nemendur tónlistarskólans ásamt eldri nemendum léku undir stjórn Fanneyjar M. Karldóttur og Jury Federow. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og undirtektir frábærar