Væntumþykja í verki

Viv

Væntumþykja í verki er heilsueflandi tilraunaverkefni fyrir eldra fólk sem Höfði tekur þátt í , og er hugmynd tveggja sjúkraþjálfara í Borgarnesi.

Verkefnið snýst um að hvetja fjölskyldu og vini til að gera æfingar með fólkinu sínu þegar það kemur í heimsókn. Fólki þykir vænt um að geta gert gagn og láta gott af sér leiða, góð heimsókn verður betri og ástvinir njóta góðs af.

Kveikjan að verkefninu var að sjá hvaða möguleikar væru til staðar svo flestir hefðu sem mesta möguleika á heilsueflingu og aukinni vellíðan í ljósi niðurskurðar og oft takmarkaðrar möguleika.

Rannsóknir sýna að öll hreyfing, hversu smá hún er, gerir gagn. Þátttaka fjölskyldu og annarra aðstandenda skiptir því líka máli. Hreyfing liðkar liði , er styrkjandi og örvar blóðrás, auk fleiri jákvæðra þátta.

Verkefnið var kynnt á aðstandendafundi 8 apríl sl., og hefur sjúkraþjálfari Höfða valið æfingar fyrir hvern íbúa og sett á herbergin.

Þátttakan er auðvitað valfrjáls og í mörgum tilvikum sér íbúinn sjálfur um sína hreyfingu. Þessar æfingar eru hugsaðar sem viðbót við annað sem íbúinn tekur þátt í á heimilinu .

Ef spurningar vakna er hægt að spyrja starfsfólk, deildarstjóra eða sjúkraþjálfara Höfða. Ábendingar vel þegnar.

Sumardagurinn fyrsti á Höfða

IMG_1253

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik ásamt Haraldi Hjaltasyni, Jóni Trausta Hervarssyni og Þórði Sævarssyni.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fundur með aðstandendum íbúa

Miðvikudaginn 8.apríl kl. 17-18 verður haldinn fundur með aðstandendum íbúa Höfða í Höfðasal.

 Dagskrá:

 •  Fjármál, greiðsluþátttaka íbúa, framtíð Höfða; Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri
 • Væntumþykja í verki; Hildur og Halldóra, sjúkraþjálfarar kynna verkefni sitt.
 • Hjúkrun á Höfða; Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri
 • Vinir Höfða – dagskrá frá aðstandendafélagi; Stjórn félagsins: Elín, Guðjón og Soffía
 1. Skýrsla stjórnar
 2. Lagabreyting, 6. grein. Stjórn félagsins skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur varamönnum. Breytist í fimm aðalmenn.
 3. Kosning í stjórn
 4. Jón Jóhannesson með kynningu á íbúa og vinaráði.
 5. Önnur mál.
 • Önnur mál
 • Fundi slitið

Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og umræður.

Við vonum að sem flestir ykkar geti mætt á fundinn.