Bocciamót

3ja daga árlegu Boccia móti Höfða lauk í morgun, en verðlaun verða afhent á afmælisthátíð Höfða á morgun. Keppnin var gríðarlega jöfn og spennandi. 10 3ja manna lið tóku þátt í mótinu. Liðunum var skipt í 4 riðla og komst sigurlið hvers riðils í úrslit.

 

Liðin voru þannig skipuð:

 

FOLAR: Valgerður Einarsdóttir, Helga Árnadóttir og Kristján Pálsson.

 

FÁLKAR: Steinunn Hafliðadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir og Guðný Þorvaldsdóttir.

 

RÚSÍNUR: Bjarni Guðmundsson, Magnús Guðmundsson og Aðalheiður Arnfinnsdóttir.

 

NAGLAR: Sigurjón Jónsson, Svava Gunnarsdóttir og Gunnar Guðjónsson.

 

HETJUR: Bára Pálsdóttir, Grétar Jónsson og Þuríður Jónsdóttir.

 

ÚLFAR: Sigurður Halldórsson, Lilja Pétursdóttir og Vigfús Sigurðsson.

 

MÁNAR: Guðrún Adolfsdóttir, Guðbjartur Andrésson og Lúðvík Björnsson.

 

HRÚTAR: Lára Arnfinnsdóttir, Rakel Jónsdóttir og Tómas Sigurðsson.

 

STRÁIN: Einar Þóroddsson, Bjarney Hagalínsdóttir og Skarphéðinn Árnason.

 

ERNIR: Björn Gústafsson, Eygló Halldórsdóttir og Jón Einarsson.

 

Úrslitaleikurinn um 3.sætið var milli HRÚTA og FOLA. Leikurinn var hnífjafn og þurfti bráðabana til að fá úrslit og unnu HRÚTAR.

 

Til úrslita um 1.sætið léku NAGLAR og ÚLFAR. Leikurinn var í járnum fram undir leikslok, en svo fór að ÚLFAR sigruðu og NAGLAR lentu í 2.sæti.

 

Edda Guðmundsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir voru dómarar og stjórnuðu mótinu af mikilli röggsemi og á léttum nótum. Mikill fjöldi áhorfenda var á öllum leikjunum.