Starfsaldursviðurkenningar

Í dag voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar við stutta athöfn í matsal Höfða að viðstöddum íbúum Höfða og dagdeildarfólki. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 14 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Aldís Þorbjörnsdóttir, Arna M. Kjartansdóttir, Birna Vala Skarphéðinsdóttir, Ester Talledo, Eva Guðbjörg Leifsdóttir, Halla Ingólfsdóttir og Sigurlín Gunnarsdóttir.

Fyrir 10 ára starf: Steina Ósk Gísladóttir.

Fyrir 15 ára starf: Ásta Björg Arngrímsdóttir, Hildur Þorvaldsdóttir, Lára V. Jóhannesdóttir Sóley Sævarsdóttir og Rakel Gísladóttir.

Fyrir 20 ára starf: Sigríður Sigurlaugsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Kjartan sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða og minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða á síðustu mánuðum eftir langan og farsælan starfsferil, þau Margrét A. Guðmundsdóttir sem var starfsstjóri, forstöðukona og húsmóðir á Höfða í rúmlega 31 ár, Guðbjörg Halldórsdóttir sem var starfsmaður í þvottahúsi í 12 ár og Guðjón Guðmundsson sem var framkvæmdastjóri Höfða í 8 ár.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri þakkaði störf þremenninganna og rakti farsælan starfsferil þeirra. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld. Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða afhenti þeim blómvönd og litla gjöf frá Höfða.