Fegurðardrottning á Höfða

Um síðustu helgi var Guðrún Dögg Rúnarsdóttir kosin fegurðardrottning Íslands.

 

Guðrún Dögg er sumarstarfsmaður í mötuneyti Höfða annað árið í röð. Í hádeginu í dag færði Adda húsmóðir henni blómvönd og hamingjuóskir frá Höfðafólki og íbúar Höfða tóku undir með kröftugu lófataki, enda stoltir af sinni drottningu.

Starfsaldursviðurkenningar

Í dag fengu 17 starfsmenn Höfða starfsaldursviðurkenningar.

 

Fyrir 5 ára starf fengu viðurkenningu þær:

Edda Guðmundsdóttir,

Erla Óskarsdóttir,

Inga Lilja Guðmundsdóttir og

Marianne Ellingsen.

 

Fyrir 10 ára starf:

Erla B.Sveinsdóttir,

Ester Theódórsdóttir,

Guðrún Björnsdóttir,

Ingibjörg Sigurðardóttir,

Ingigerður Höskuldsdóttir,

Marta Ásgeirsdóttir,

Svanhildur Skarphéðinsdóttir og

Vilborg H.Kristinsdóttir.

 

Fyrir 15 ára starf:

Baldur Magnússon,

Erna Kristjánsdóttir og

Ragnheiður Pétursdóttir.

 

Fyrir 20 ára starf:

Guðný Sjöfn Sigurðardóttir.

 

og fyrir 25 ára starf:

Kristín Magnúsdóttir.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri minnti á mikilvægi stöðugs vinnuafls og sagði að stjórn Höfða vildi með þessum viðurkenningum þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins. Guðjón sagðist vona að Höfði fengi að njóta starfskrafta þeirra sem lengst.

Starfsmenn kvaddir

Í dag kvöddu íbúar og starfsmenn fjóra starfsmenn sem látið hafa af störfum á Höfða nýlega eftir langan og farsælan starfsferil, þau Emilíu Petreu Árnadóttur deildarstjóra dagdeildar sem var síðasti starfsmaðurinn sem hér hafði starfað frá því Höfði tók til starfa 1.febrúar 1978, Sigrúnu Björgvinsdóttur sem starfaði hér við umönnun í 28 ár, Jónas Kjerúlf sem var umsjónarmaður fasteigna í rúm 20 ár og Ásthildi Theodórsdóttir sem starfaði við ræstingar í 19 ár.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri ávarpaði fjórmenningana, þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil. Guðjón óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mættu njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.

Dansað á Höfða

Í dag var dansiball í samkomusalnum. Jón Heiðar lék fyrir dansi. Létt var yfir ballinu og mikið dansað.

 

Góðir grannar í heimsókn

Í dag heimsóttu Höfða 33 eldri borgarar úr Borgarfirði. Gestirnir skoðuðu starfsemi Höfða og litu inn í nokkrar íbúðir. Margir íbúar Höfða þekktu einhvern gestanna og urðu fagnaðarfundir og gömul kynni rifjuð upp.

 

Að lokinni skoðunarferð um húsið þáðu gestirnir veitingar í samkomusal. Þar sagði framkvæmdastjóri frá uppbyggingu og starfsemi Höfða og Davíð Pétursson á Grund

þakkaði fyrir hönd hópsins góðar móttökur og færði heimilinu að gjöf geisladisk með

borgfirskum lögum.