Út að hjóla !

Hjólið sem kom nú í  maí hefur aldeilis vakið lukku á Höfða og jákvæða athygli og umfjöllun.

Hjólatúrarnir ganga vel, búið er að halda þrú námskeið fyrir hjólara sem hafa aðallega verið aðstandendur, starfsmenn og nokkrir sjálfboðaliðar frá Rauða Krossinum. Á námskeiðinu er sagt frá hvernig þetta hjólaævintýri byrjaði , farið í gegnum helstu umgengisreglur og verðandi hjólarar fá að prófa hjólið. Síðan bóka hjólarar æfingatíma og geta svo fljótlega eftir það farið að hjóla með farþega.

Á daginn er farið  út 2x á dag með íbúa eða dagdeildarfólk  og hafa þeir hjólatúrar aðallega verið farnir af starfsmönnum sjúkra- og iðjuþjálfunar og annara deilda. Hjólarar geta panta hjólatíma hvenær sem er og viljum við gjarna fá fleiri hjólara í lið með okkur,  sérstaklega aðstandendur. Kringum Höfða  og í nánasta umhverfi eru góðir göngu- og hjólastígar en einnig erum við farin að fara lengri túra.  Veðrið hefur einnig leikið við okkur, en ekkert mál er  að fara í rigningu a.m.k. ekki fyrir farþegana sem eru vel varðir. Það er von  okkar að hjólið eigi eftir að gefa okkur margar góðar stundir og skapa skemmtilegar minningar.

Þeir sem vilja gerast hjólarar eða fá upplýsingar um hjólaævintýrið hafið gjarnan samband við Lísu sjúkraþjálfara ( 4334314 / 8921257) eða Maríu iðjuþjálfa (8564316 / 8497606).

Kvennahlaup 2016

IMG_2705

Í gær var gengið í fjórða sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 40 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla þó svo nokkuð væri kalt og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.