Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum 2. júní 2020

Þann 2. júní fellur niður heimsóknabann á Höfða sem verið hefur síðan 7. mars 2020 og húsið opnar að nýju fyrir gesti og utanaðkomandi þjónustuaðila. Þó munu verða nokkrar takmarkanir sem verður aflétt í lok júní ef allt gengur að óskum.

 1. Húsið er opið fyrir gesti frá kl 13 – 20 alla daga.
 2. Hámarksfjöldi gesta í einu eru 4 einstaklingar.
 3. Gestir halda sig inni á herbergjum íbúa. Ekki í alrýmum deilda en mega hittast á 1. hæð í alrýminu þar.
 4. Íbúar og gestir mega fara út í garð að vild.
 5. Gestir skulu virða 2 metra regluna gagnvart öðrum íbúum og starfsfólki.
 6. Íbúum er heimilt að fara í bíltúr og í heimsókn til ættingja. Það eru vinsamleg tilmæli að halda fjölda annarra gesta í slíkri heimsókn í lágmarki.
 7. Þjónustuþegar í dagdvöl og heimilisfólk má hittast.
 8. Öll hólfaskipting íbúa og starfsmanna fellur niður.

Við viljum áfram minna á eftirfarandi heimsóknarreglur:

Alls ekki koma í heimsókn ef:

 1. Þú ert í sóttkví
 2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
 3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
 4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
 5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Það er mikilvægt að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum getur fjölgað mjög hratt eins og reynsla hefur kennt okkur. Ef það gerist þurfum við að grípa aftur til ákveðinna aðgerða og takmarkana. Munið að ávallt þarf að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun, en það hefur einmitt sýnt sig að þær skipta grundvallarmáli þegar verið er að forðast að smit berist á milli einstaklinga.

Iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun verður heimil i sama formi og fyrir 7. mars hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.

Hárgreiðsla og fótsnyrting verður í sama formi og fyrir 7. mars hjá íbúum og dagdvalarþegum Höfða.

Dagdvöl Höfða verður í sama formi og fyrir 7. mars.

Frá og með 8. júní verða eftirfarandi tilslakanir:

 1. Kostgangarar geta komið í hádegismat á Höfða.
 2. Þjónustu við aðra en íbúa Höfða og þjónustuþega dagdvalar verður heimil í sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fótsnyrtingu.

Við bjóðum gesti velkomna og hlökkum til að opna heimilið að nýju en biðjum þá um leið að virða þær fáu takmarkanir sem eftir eru.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Frekari tilslakanir á heimsóknarbanni

Kæru aðstandendur

Frá og með 20. maí er íbúum Höfða heimilt að fara í göngu í garðinum með ættingja sínum milli kl. 14 og 16 virka daga.  Þetta er ekki tengt hinni vikulegu heimsókn heldur er þetta aukning við hana.  Hámark í slíkri einstakri heimsókn eru 2 einstaklingar í einu. Hringja þarf á heimili viðkomandi íbúa og ákveða tíma sem ættingi ætlar í göngu með íbúa. Hafa skal í huga að starfsfólk þarf að undirbúa og klæða marga. Íbúi og ættingi hittast svo í anddyrinu út í garðinn á fyrstu hæð (ekki aðalinngangur). Ekki er gert ráð fyrir að fólk fari í bíltúra eða heimsóknir fyrr en eftir 2. júní.

Frá og með 20. maí verður 2ja metra nándarmörk milli íbúa og aðstandenda aflétt.  Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa heimilisins.

Frá og með 25. maí mega íbúar fá til sín tvo gesti í einu tvisvar sinnum í viku. Sami háttur er hafður á varðandi tímapöntun það er að panta heimsóknartíma hjá deildarstjóra.  Frá og með 25. maí verður heimilt að börn yngri en 14 ára komi í heimsókn.

Heimsóknartími er frá klukkan 14 til 16 alla virka daga. Panta þarf tíma símleiðis milli kl 11 og 12 virka daga. Tímarnir sem í boði eru eftirfarandi:

 • 14:00
 • 14:15
 • 14:30
 • 14:45
 • 15:00

Hafið samband við deildarstjóra á viðkomandi deild og pantið heimsóknartíma. 

1. hæð. Kristín sími: 856-4308

2. hæð. Lína sími: 856-4306

3. hæð. Margrét sími: 856-4307

Áfram eru í gildi eftirfarandi heimsóknarreglur:

Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:

Þú ert í sóttkví

Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

Frekari tilslakanir eftir 2. júní verða kynntar fyrir mánaðarmót ef vel gengur.

Kær kveðja,

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri