Alþýðuóperan í heimsókn

Síðastliðinn sunnudag kom Alþýðuóperan í heimsókn á Höfða og flutti gamanóperuna Ráðskonuríki (La serva padrona) eftir Pergolesi í Höfðasal.

Meðal flytjenda var Hanna Þóra Guðbrandsdóttir fyrrverandi bæjarlistamaður Akraness.

Góð aðsókn var að þessari skemmtun og undirtektir góðar.