Allar færslur eftir user7sj1fc4mt

40 ára afmæli Höfða

Föstudaginn 2. febrúar verða liðin 40 ár frá því að Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili tók til starfa. Í tilefni af þeim merku tímamótum verður opið hús á Höfða þann dag á milli kl. 14 og 16. Þar gefst fólki kostur á að skoða heimilið og fá sér kaffi og kleinur í leiðinni.

Í meðfylgjandi hlekk er stiklað á því helsta í sögu Höfða síðastliðin 10 ár.

40 ára afmæli Höfða

Björt Framtíð í heimsókn

Frambjóðendur Bjartrar Framtíðar, þau Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Svanberg Júlíus Eyþórsson, Anna Lára Steindal og Starri Reynisson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Bjartrar Framtíðar í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Vel heppnaður vormarkaður

S.l. laugardag var haldinn vormarkaður á Höfða. Þar var meðal annars í boði úrval af brauði, kleinum, kökum, sultum, broddur, garðplöntum, smámunum o.fl. sem starfsmenn seldu til fjáröflunar fyrir væntanlega utanlandsferð.

Tveir íbúar, Ólöf Hjartardóttir og Anna Þorvarðardóttir,  voru með stórskemmtilega sölubása þar sem boðið var upp á falleg gjafakort, skartgripi og prjónavörum, allt unnið af seljendum.

Í samkomusalnum var voðið upp á kaffi og vöfflur og ávaxtasafa fyrir börnin. Þar var troðfullt allan opnunartímann, en mörg hundruð manns sóttu þennan vel heppnaða vormarkað.

Samfylkingin í heimsókn

Frambjóðendur Samfylkingarinnar, þau Ingibjörg Valdimarsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir og Kristinn Hallur Sveinsson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Sjálfstæðismenn í heimsókn

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þau Einar Brandsson, Rakel Óskarsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Kristjána Helga Ólafsdóttir, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.
 

Frjálsir með Framsókn heimsækja Höfða

Frambjóðendur Frjálsra með Framsókn, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigrún Inga Guðnadóttir og Anna Þóra Þorgilsdóttir heimsóttu Höfða í dag. Þau sýndu íbúum kynningarmyndbandið „Akranes í fremstu röð“, kynntu stefnumál framboðsins í bæjarstjórnarkosningunum í vor og ræddu við íbúa.

Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta var gestkvæmt á Höfða, Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt söngskemmtun á Höfða undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur sem jafnframt sá um undirleik.  Í kjölfar karlakórsins komu félagar í Hestamannafélaginu Dreyra í heimsókn á fákum sínum.

Fjölgun hjúkrunarrýma

Þau ánægjulegu tíðindi bárust úr velferðarráðuneytinu sl. föstudag að ráðuneytið hefur samþykkt að breyta 5 dvalarrýmum í 5 hjúkrunarrými á Höfða.  Eftir þessa breytingu verða hjúkrunarrými á Höfða 53 í stað 48 og dvalarrými 25 í stað 30.   Breytingin styrkir tekjugrunn heimilisins um 22 mkr. á ársgrundvelli.

Höfðagleði

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa, læknar og stjórn Höfða, alls um 190 manns.
Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur bryti og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Sigurlín Gunnarsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Gestur kvöldsins var Gísli Einarssonar sem sagði gamansögur úr sveitinni. Sönghópurinn Vorvindar flutti vinsæl dægurlög fyrri ára.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað við undirleik Bjórbandsins sem hélt uppi miklu stuði til miðnættis.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.