Opnun ljósmyndasýningar

Í dag var opnuð ljósmyndasýning á Höfða í tilefni af Vökudögum á Akranesi.  Það eru 5 ára börn af leikskólanum Garðaseli sem sýna myndir sínar.  Yfirskrift sýningarinnar er: Það sem augað mitt sér.

Fjölmennt var við opnunina bæði af Höfðafólki og gestum.  Við þetta tækifæri fluttu börnin líka nokkur lög við góðar undirtektir.

Sýningin er opin alla daga meðan á Vökudögum stendur frá 30.október til 9. nóvember nk.

Tónleikar nemenda Tónlistarskóla Akraness

Nemendur úr  Tónlistarskóla Akraness héltu tónleika í Höfðasala þann 10.október sl.

Höfðafólk fjölmennti á tónleikana og þakkaði flytendum með lófataki.

Fyrirhugað er að nemendur úr skólanum komi mánaðarlega í heimsókn og haldi tónleika fyrir heimilisfólk.  Munu tónleikar vera annan fimmtudag í mánuði kl. 14.00 og eru  aðstandendur velkomnir að koma og njóta þeirra með sínu fólki.