Sólin baðar Grettistak

Einn morguninn í vikunni þegar Jón Atli Sigurðsson kom til starfa á Höfða tók hann þessa mynd af morgunsólinni sem baðaði listaverkið Grettistak á lóð Höfða. 


Þennan morgun var því sem oftar ægifagurt útsýni sem blasti við Höfðafólki við fótaferð.

Leikskólabörn í heimsókn

Í morgun kom hópur elstu leikskólabarna á Garðaseli í heimsókn á Höfða í fylgd starfsmanna leikskólans Gullu og Ernu.

 

Krakkarnir heimsóttu dagdeild og hjúkrunardeild, spjölluðu við fólkið sem þau hittu og sungu nokkur lög.

 

Mikil ánægja var með þessa heimsókn, jafnt meðal barnanna og Höfðafólks. Ráðgert er að framhald verði á þessum heimsóknum.

Minningargjöf

Í gær færðu afkomendur hjónanna Sigrúnar Stefánsdóttur og Tómasar Jónssonar Höfða fallegt málverk eftir Bjarna Þór Bjarnason að gjöf til minningar um foreldra sína, en þau bjuggu á Höfða frá 1999. Tómas lést 2006 og Sigrún í fyrradag.

Málverksgjöf

Í dag færðu hjónin Magnús Villi Vilhjálmsson og Sigrún Jóhannsdóttir Höfða að gjöf málverk til minningar um Guðmund Magnús VilhjálmssonMagga í Efstabæ“ en hann var bróðir gefandans. Á myndinni er Maggi um borði í bát sínum Sæljóni AK 24 sem hann gerði út frá Akranesi um langt árabil. Maggi bjó síðustu æviárin á Höfða.


BASKI (Bjarni Skúli Ketilsson) málaði myndina.