Viðbygging rís

Framkvæmdir við stækkun þjónusturýma Höfða hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Í morgun voru fyrstu einingarnar reistar við eldhúsið og í næstu viku verða svo reistar einingar við þjónusturýmin í Suðurhlið hússins.

 

Verktaki er Sjammi ehf. og byggingastjóri Sigurjón Skúlason. Veðrið hefur leikið við þá sem vinna við stækkunina, einmuna blíða alla daga og verður vonandi svo áfram.