Góður granni

Eins og kunnugt er stendur Dvalarheimilið Höfði í landi Sólmundarhöfða og dregur nafn sitt af höfðanum. Á Sólmundarhöfða voru á árum áður nokkrir bæir en nú er aðeins einn eftir. Þar hefur Sigursteinn Árnason búið síðan hann fæddist í nóvember árið 1915. Í gær var þessi níræði höfðingi að slá túnið sitt með orfi og ljá og gekk rösklega til verks.

Sigursteinn er góður nágranni sem kíkir oft inn á Höfða í kaffisopa og létt spjall við íbúa og starfsmenn. Þá færir hann heimilinu reglulega afbragðs rabarbara sem hann ræktar.