Ný stjórn Höfða

Á fundum sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í gær voru eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn Höfða til næstu fjögurra ára.

Fyrir Akraneskaupstað:

Aðalmenn:

Kristjana Helga Ólafsdóttir, formaður

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir

Kristján Sveinsson

Varamenn:

Atli Harðarson

Svanberg J. Eyþórsson

Guðjón V. Guðjónsson

Fyrir Hvalfjarðarsveit:

Aðalmaður í stjórn Margrét Magnúsdóttir og til vara Daníel Ottesen.

Kvennahlaupið á Höfða

Þátttakendur í kvennahlaupi á Höfða
Þátttakendur í kvennahlaupi á Höfða

Myndasafn

Í dag var gengið í annað sinn kvennahlaup ÍSÍ frá Höfða, gengið var frá Höfða inn í Leyni og tilbaka. Þátttakendur voru um 50 og skapaðist mikil og góð stemming meðal þátttakanda.   Eftir „hlaupið“ var boðið upp á léttar veitingar í Höfðasal um leið og allir þátttakendur fengu verðlaunapening.  Veðrið lék við alla og var það samdóma álit allra að vel hafi tekist til.