Karlakórinn Svanir á Höfða

Karlakórinn Svanir, sem nú hefur verið endurvakinn eftir áratuga hlé, hélt sína fyrstu söngskemmtun á Höfða á sumardaginn fyrsta. Söngstjórar eru Sigríður Elliðadóttir og Páll Helgason sem jafnframt er undirleikari.


Höfðasalurinn var troðfullur, en yfir 100 manns sóttu  þessa söngskemmtun og skemmtu sér konunglega.
Myndirnar tók Guðni Hannesson.

Söngnemar skemmta Höfðafólki

Í gær héldu 5 söngnemar úr Tónlistarskóla Akraness tónleika á Höfða. Þau Auður, Liv, Magnús Daði, Stefán Hrafn og Valdís sungu tvö lög hvert við undirleik Zsuzsanna Budai og undir stjórn kennara síns Sigríðar Elliðadóttur. Að lokum sungu þau svo fjöldasöng með íbúum Höfða.

Frambjóðendakynning VG

Frambjóðendur VG, þeir Lárus Ástmar Hannesson í 2.sæti og Reynir Eyvindarson í 4.sæti, heimsóttu Höfða í morgun. Þeir skoðuðu heimilið og heilsuðu upp á íbúa, dagdeildarfólk og starfsfólk.

Bíó og pizza

Í gærkvöldi bauð Höfði starfsmönnum og mökum á einkasýningu á nýrri íslenskri kvikmynd ÓFEIGUR GENGUR AFTUR í Bíóhöllinni. Fyrir sýningu var boðið upp á pizzahlaðborð á Gamla kaupfélaginu.


Yfir 120 manns mættu á sýninguna og skemmtu sér vel.