Tónleikar Grundartangakórsins

Grundartangakórinn hélt söngskemmtun á Höfða í gær.Atli Guðlaugsson stjórnaði kórnum, undirleikarar voru Flosi Einarsson og Sigurbjörn Kári Hlynsson. Einsöngvarar voru Guðlaugur Atlason, Smári Vífilsson og Þórður Björgvinsson.

 

Íbúar Höfða troðfylltu samkomusalinn og höfðu mikla ánægju af söngnum og hylltu kórinn með miklu lófataki.

 

Grundartangakórinn hefur um langt árabil heimsótt Höfða reglulega og hafa íbúar Höfða alltaf jafn gaman af þeirra góða söng og léttu framkomu.

 

Kórinn fer í söngferð til Ítalíu um helgina og fylgja honum góðar óskir Höfðafólks.

Ís í sólinni.

Í dag var um 20 stiga hita við suðurvegg Höfða. Í tilefni góða veðursins voru útihúsgögnin dregin fram og slegið upp ísveislu við góðar undirtektir Höfðafólks.