Kvöldvaka 2017

Hin árlega kvöldvaka þar sem starfsmenn Höfða bjóða íbúum upp á skemmtiatriði og veitingar var haldin í gær. Borð svignuðu undan girnilegum kræsingum sem starfsmenn komu með að heiman og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá.

Edda Júlíusdóttir íbúi á Höfða lék nokkur lög á píanó.  Danshópur sýndi línudans og söngnemendur hjá Sigríði Elliðadóttur söngkennara sungu nokkur lög.

Mikil ánægja var með þessa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel.

Starfsaldursviðurkenningar 2017

Í gær, á kvöldvöku sem haldin var af starfsmönnum fyrir íbúa Höfða, voru afhentar árlegar starfsaldursviðurkenningar. Að þessu sinni fengu eftirtaldir 14 starfsmenn viðurkenningu:

Fyrir 5 ára starf: Aðalheiður Alfreðsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, Helga Sigurðarsdóttir og Kolbrún Katarínusardóttir.

Fyrir 10 ára starf: Anna K. Belko og Pálína Sigmundsdóttir.

Fyrir 15 ára starf: Sigurlaug Garðarsdóttir.

Fyrir 20 ára starf: Elísabet Ragnarsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir.

Fyrir 25 ára starf: Sigrún Sigurgeirsdóttir.

Fyrir 30 ára starf: Helga Jónsdóttir, Katrín Baldvinsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri sagði að með þessum viðurkenningum vildi stjórn Höfða þakka þessum góðu starfsmönnum tryggð þeirra við Höfða og íbúa heimilisins og sagði að starfsfólkið væri helsti styrkleiki Höfða.

Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum  á Höfða á síðustu mánuðum eftir farsælan starfsferil, þær Margrét Reimarsdóttir og Helga Dóra Sigvaldadóttir.  Samtals höfðu þær starfað á Höfða í um 16 ára.

Um leið og Kjartan þakkaði störf þeirra og rakti farsælan starfsferil afhenti hann þeim blömvönd og litla gjöf frá Höfða. Kjartan óskaði þeim góðs gengis á ókomnum árum og að þau mætti njóta eftirlaunaáranna við góða heilsu og farsæld.