Undanúrslit og úrslit í Bocciamóti Höfða

Undanúrslit og úrslit voru í dag.
Fjögur efstu liðin voru:

FOLAR: Valgerður, Bjarney og Skúli K.
NAGLAR: Diddi, Halla, Sjöfn.
Mánar:
Gunnar, Sigrún H., Einar.
ERNIR:
Bára, Siggi B, Hákon.

Keppnin var æsispennandi og fóru leikar sem hér segir.
FOLAR: 2 – MÁNAR: 7
NAGLAR: 8 – ERNIR: 3

Úrslit:

MÁNAR: 1 – NAGLAR: 12
ERNIR: 3 – FOLAR: 6

NAGLAR urðu því sigurvegarar og röð 4ja efstu liða sem hér segir:
1.)NAGLAR
2.)MÁNAR
3.)FOLAR
4.)ERNIR

Verðlaunaafhending verður á kaffihúsakvöldi í kvöld.

Forysta St.Rv. í heimsókn

Um áramótin sameinaðist STAK Starfsmannafélagi Reykjavíkur (St.Rv.). Á Höfða starfa flestir STAK félagar, alls 59 manns.

Formaður St.Rv. Garðar Hilmarsson og varaformaður Jakobína Þórðardóttir, heimsóttu Höfða í gær og kynntu sér starfsemi heimilisins. Með þeim í för var Valdimar Þorvaldsson, sem verið hefur formaður STAK síðustu árin.

Gestirnir spjölluðu við starfsmenn í hinum ýmsu deildum Höfða og ræddu við framkvæmdastjóra. Emilía Petrea Árnadóttir tók á móti gestunum, en hún hefur átt sæti í stjórn Stak undanfarin ár.

Framboðskynning Samfylkingarinnar.

Í dag heimsóttu frambjóðendur Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi Höfða og kynntu stefnumál flokksins fyrir næstu þingkosningar.

Guðbjartur Hannesson, Karl V.Matthíasson, Anna Kristín Gunnarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir spjölluðu við íbúa og starfsmenn og kynntu sér starfsemi heimilisins.

Nýir íbúar á Höfða

Þrír nýir íbúar fluttu á Höfða í síðasta mánuði. Hjónin Ragnheiður Björnsdóttir og Skarphéðinn Árnason í íbúð 119 og Skarpheiður Gunnlaugsdóttir í íbúð 213.

Þau eru boðin velkomin á Höfða.

Kynning á skyndihjálp

Í dag var Gísli Björnsson sjúkraflutningamaður með kynningu á skyndihjálp á Höfða. Fór hann yfir ýmsa þætti skyndihjálpar og fyrstu viðbrögð við ýmsum áföllum.

Kynningin var vel sótt af starfsfólki Höfða.

Vinstri grænir í heimsókn

Steingrímur J.Sigfússon formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Jón Bjarnason þingmaður flokksins heimsóttu Höfða í dag. Í fylgd með þeim var Rún Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Höfða.

Gestirnir ræddu við heimilisfólk og starfsmenn og kynntu sér starfsemi heimilisins.