Framboðskynning Framsóknarflokksins

Síðasta framboðskynningin á Höfða fyrir þingkosningarnar næstkomandi laugardag var í dag. Þá kom Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, og kynnti stefnumál flokksins fyrir Höfðafólki.

 

Hann lék einnig nokkur lög á harmonikku við góðar undirtektir.

Framboðskynning Sjálfstæðisflokksins

Fyrsta framboðskynningin á Höfða fyrir komandi þingkosningar var í morgun. Þá heimsótti nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, Ásbjörn Óttarsson, Höfða og kynnti sér starfsemi heimilisins, ræddi við íbúa og starfsmenn og kynnti stefnumál síns flokks í komandi kosningum.