Höfðafólk heimsækir byggðasafnið

Að undanförnu hefur heimilis- og dagdeildarfólk á Höfða heimsótt Byggðasafnið að Görðum.

Margt gladdi Höfðafólk á byggðasafninu, ekki síst Axelsbúð þar sem menn fengu sér sæti á gamla trébekknum og fengu sér kók úr goskælinum sem var hluti af Axelsbúð um áratugaskeið.

Þessar heimsóknir á byggðasafnið hafa gert mikla lukku, enda er safnið af flestum talið eitt allra besta byggðasafn á landinu.

Starfsfólk dagvistar, þær Emilía P.Árnadóttir, Arinbjörg Kristinsdóttir og Marianne Ellingsen höfðu veg og vanda af þessum heimsóknum.