Skipulagðar gönguferðir utandyra

Fyrir rúmri viku síðan byrjuðu skipulagðar gönguferðir á Höfða fyrir heimilisfólk og dagvistarfólk. Farið er út daglega virka daga rúmlega 11 og gengið um nærumhverfi Höfða og komið tímalega til baka fyrir hádegismat. Fimm til sjö stafsmenn eru með í för. Áhugi hefur verið mikill og allt að 30 þátttakendur hafa mætt í góðviðrinu undanfarna daga. Þessum gönguferðum verður haldið áfram í sumar og fram á haust svo lengi sem áhugi og veður leyfir.

Gönguferðir

Í síðustu viku lagði bærinn malbikaðan gangstíg frá Höfða, annars vegar inn á Höfðagrund og hins vegar til að tengjast hinum skemmtilega gangstíg sem liggur meðfram Langasandi. Þessi stígur gerir mun fleirum kleyft að njóta útiveru og umhverfi við Langasand og víðar.

 

Mikil ánægja er með þessa framkvæmd og nú eru reglulegar gönguferðir á hverjum morgni kl. 11,15. Mikil þáttaka er í þessum gönguferðum.

Söngskemmtun Kórs Gerðubergs

 

 

Kór Gerðubergs hélt söngskemmtun á Höfða í dag. Unnur Eyfells og Árni Ísleifs léku undir á píanó og stjórnuðu jafnframt kórnum í veikindaforföllum Kára Friðrikssonar. Þá lék Þorgrímur Kristleifs á munnhörpu.

 

Íbúar Höfða troðfylltu samkomusalinn og þökkuðu þessum góðu gestum með kröftugu lófataki. Að lokum þáðu gestirnir veitingar í boði Höfða.

Nýir íbúar á Höfða

Fimm nýir íbúar hafa flutt á Höfða að á síðustu tveimur vikum. Þeir eru:

Jón Einarsson

Jón Eyjólfsson

Svava Gunnarsdóttir

Þorgerður Bergsdóttir

Steinunn Jónsdóttir

 

Þau eru boðin velkomin á Höfða

Aukin fjölbreytni í færniþjálfun

Í síðasta mánuðu fór Marianne Ellingsen starfmaður í færniþjálfun á námskeið í meðhöndlun á silfurleir.

 

Nú er starfsemin hafin og vekur mikla ánægju hjá þátttakendum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þar sem þær Anna Erlendsdóttir, Steinunn Hafliðadóttir og Rósa Sigurðardóttir fást við skartgripagerð.