Bocciamót

Hinu árlega 3ja daga Boccia móti Höfða lauk í gær. Keppnin var að vanda jöfn og spennandi. 9 lið tóku þátt í mótinu.

 

Liðin voru þannig skipuð:

 

FOLAR:         Björn Gústafsson, Hákon Björnsson, Eygló Halldórsdóttir

 

FÁLKAR:      Jón Einarsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir

 

RÚSÍNUR:    Sigurður Halldórsson, Vigfús Sigurðsson, Lúðvík Björnsson

 

GARPAR:      Sigurjón Jónsson, Svava Símonardóttir, Gunnar Guðjónsson

 

SÓLIR:           Valgerður Einarsdóttir, Auður Elíasdóttir, Gunnvör Björnsdóttir

 

SKÝIN:          Guðrún Adolfsdóttir, Anna M.Jónsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir

 

HRÚTAR:      Skarphéðinn Árnason, Tómas Sigurðsson, Bjarney Hagalínsdóttir

 

STRÁIN:        Jóhannes Halldórsson, Grétar Jónsson, Rakel Jónsdóttir

 

ERNIR:          Magnús Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Lára Arnfinnsdóttir

 

Í þriggja liða úrslitum kepptu Fálkar, Rúnínur og Skýin. Þá kom Þuríður Jónsdóttir inn í lið Fálkanna í forföllum Guðnýjar og Svava Símonardóttir í lið Skýjanna í forföllum Önnu.

 

Úrslit urðu þau að SKÝIN sigruðu, ÚLFAR lentu í 2.sæti og FÁLKAR í 3.sæti.

 

Edda Guðmundsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir voru dómarar og stjórnuðu mótinu af röggsemi og í léttum dúr. Mikill fjöldi áhorfenda var á öllum leikjunum.

 

Verðlaunaafhending fór fram í síðdegiskaffi að móti loknu.

 

 

 

Skemmtileg gjöf

Einar Jónsson frá Drageyri, sem flutti á Höfða í síðasta mánuði, færði heimilinu að gjöf í gær uppstoppaðan ferhyrndan haus af fjögurra vetra hrúti. Þessi myndarlegi hrútshaus mun prýða ganginn inn af anddyri Höfða og blasa við öllum sem inn koma.

 

Þess má geta að fyrir nokkrum árum átti Höfði samskonar haus sem hékk á sama stað á ganginum, en var stolið. Þótti það mikil bíræfni. Sagt var frá þjófnaðinum í fjölmiðlum en ekki skilaði hausinn sér.

 

Ekki ætti að vera hætta á að nýja hausnum verði stolið. Bæði verður hann rammlega festur og eins eru komnar öryggismyndavélar á ganginn sem sýna allar mannaferðir.