500 íbúi Höfða

Laugardaginn 2.febrúar flutti Kristjana Jónsdóttir inn á Höfða og varð þar með 500 íbúi heimilisins frá því það var opnað í febrúar 1978.

 

Að því tilefni færði Kristján Sveinsson formaður stjórnar Höfða Kristjönu blómvönd að gjöf.