Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson og frú Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn á Akranes í gær.
Forsetahjónin snæddu hádegisverð á Höfða og í kjölfarið heilsuðu þau upp á íbúa heimilisins.
Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson og frú Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn á Akranes í gær.
Forsetahjónin snæddu hádegisverð á Höfða og í kjölfarið heilsuðu þau upp á íbúa heimilisins.
Höfði heiðrar árlega þá starfsmenn sem eiga starfsaldursafmæli. Að þessu sinni voru það 23 starfsmenn sem fögnuðu þessum tímamótum:
Fyrir 5 ár starf:
Björg Ragnarsdóttir
Björg Skúladóttir
Bragi Benteinsson
Bryndís Brynjólfsdóttir
Dagmar Sara Bjarnadóttir
Elsa María Antonsdóttir
Erna Björk Markúsdóttir
Fanný D. Jónsdóttir
Hrafnhildur Geirsdóttir
Ingibjörg Anna Elíasdóttir
Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir
Stine Laatsch
Fyrir 10 ára starf:
Aðalbjörg Alfreðsdóttir
Elísabet Stefánsdóttir
Gerður Guðjónsdóttir
Helga Sigurðardóttir
Kolbrún Katarínusardóttir
Fyrir 15 ára starf:
Anna K.Belko
Fyrir 25 ára starf:
Elísabet Ragnarsdóttir
Hulda Ragnarsdóttir
Fyrir 35 ára starf:
Helga Jónsdóttir
Katrín Baldvinsdóttir
Við sama tækifæri kvaddi Höfðafólk starfsmenn sem látið hafa af störfum vegna aldurs á árinu eftir farsælan starfsferil.
Ingigerður Höskuldsdóttir hóf störf árið 1999 og starfaði í eldhúsi Höfða, bæði sem almennur starfsmaður og einnig um árabil veitti hún eldhúsinu forstöðu.
Jón Atli Sigurðsson hóf störf árið 2011 og starfaði sem bílstjóri við ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra sem Höfði rekur fyrir Akraneskaupstað.
Á fundi stjórnar Höfða þann 5. október voru lagðar fram umsóknir um starf húsmóður sem auglýst var laust til umsóknar.
5 umsóknir bárust um starfið.
Umsækjendur eru:
Guðrún Björnsdóttir
Hólmfríður Lovísudóttir
Rúna Björg Hannesdóttir
Sóley Sævarsdóttir
Sólrún Perla Garðarsdóttir
Jafnframt var ákveðið að bjóða öllum umsækjendum í ráðningarviðtal og var framkvæmdastjóra og hjúkrunarforstjóra falið sjá um viðtölin.
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi auglýsir stöðu húsmóður lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 70 íbúar, 69 í hjúkrunarrýmum og 1 í dvalarrými. Nánari upplýsingar um heimilið er á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
• Yfirumsjón og ábyrgð á öllu heimilishaldi.
• Yfirumsjón með rekstri mötuneytis, ræstingu og þvottahúss.
• Yfirumsjón með öllu viðburðarhaldi á heimilinu.
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun.
• Yfirumsjón og ábyrgð með gerð allra vaktaskráa fyrir heimilið.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar.
• Þekking og reynsla af gerð vaktaskráa er æskileg.
• Þekking og reynsla af mannauðskerfinu VinnuStund og vaktakerfinu Vinna er æskileg.
• Þekking/reynsla af rekstri ásamt mannaforráðum er kostur.
• Þekking og reynsla af kjarasamningum og öðru sem snýr að kjaramálum er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfshlutfall er 100%.
Starfið hentar öllum kynjum.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september
2022.
Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá sendist til framkvæmdastjóra Höfða á netfangið kjartan@dvalarheimili.is.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir stöðu matreiðslumanns lausa til umsóknar.
Á Höfða eru 70 íbúar, 69 í hjúkrunarrýmum og 1 í dvalarrými. Nánari upplýsingar um heimilið eru hér á heimasíðunni.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
• Hefur yfirumsjón með eldhúsi og sér um matseld.
• Skipulagning vakta og matseðla.
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri í samræmi við fjárhagsáætlun.
• Skipulagning og ábyrgð á framleiðslu, afhendingu og framreiðslu.
• Aðkoma að samningagerð við birgja, verktaka og þjónustuaðila.
Hæfnikröfur
• Gerð er krafa um matreiðslumenntun.
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar.
• Þekking/reynsla af rekstri mötuneytis ásamt
mannaforráðum er kostur.
• Þekking/reynsla af næringarfræði, sérþörfum, gæðum og fjölbreytileika
matar er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur framlengdur til og með 10. ágúst 2022.
Nánari upplýsingar veitir:
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn og ferilskrá sendist til framkvæmdastjóra Höfða á netfangið kjartan@dvalarheimili.is
Nú að afloknum sveitarstjórnarkosningum hafa eignaraðilar heimilisins, Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit kosið fulltrúa í stjórn Höfða til næstu 4 ára.
Í stjórn voru kosin af bæjarstjórn Akraness:
Aðalmenn:
Einar Brandsson, formaður
Björn Guðmundsson, varaformaður
Elsa Lára Arnardóttir
Varamenn:
Ragnheiður Helgadóttir
Jónína Margrét Sigmundsdóttir
Liv Ása Skarstad
Í stjórn voru kosin af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar:
Aðalmaður:
Helgi Pétur Ottesen
Varamaður:
Helga Harðardóttir
Ágætu íbúar, aðstandendur og aðrir gestir á Höfða
Ákveðið hefur verið að létta verulega á heimsóknarreglum á Höfða í ljósi þess að aflétt hefur verið öllum takmörkunum vegna Covid í samfélaginu, auk þess sem verulegur hluti íbúa og starfsmanna Höfða hafa þegar fengið Covid.
Eftirfarandi reglur gilda varðandi heimsóknir frá og með 31. mars 2022 þangað til annað verður tilkynnt:
Kæru aðstandendur og íbúar! Enn og aftur þökkum við ykkur skilninginn og frábært samstarf í krefjandi aðstæðum undanfarin tvö ár.
Við leyfum okkur nú að horfa bjartsýn fram á veginn og njótum þess að finna vor í lofti og daginn lengjast. Og líkt og áður stöndum við vörð um einkunnarorð okkar og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að skapa íbúum öruggt, gleðiríkt og eflandi umhverfi.
Kær kveðja,
Stjórnendur Höfða
Hér á Höfða eins og annars staðar í þjóðfélaginu erum við að kljást við Covid. Það eru mikil veikindi meðal starfsmanna okkar og orðið mjög erfitt að manna vaktir. Þó hafa starfsmenn verið ótrúlega duglegir að taka vaktir en veiran er í mikilli sókn og það hefur mikil áhrif hér innanhúss.
Einnig er töluvert um smit meðal íbúa Höfða og eru þeir íbúar í einangrun í sínum herbergjum.
Við erum enn sem komið er að halda í einangrun starfsmanna og íbúa í 5 daga eftir greiningu.
Við munum keyra á lágmarksmönnun á öllum hæðum í umönnun næstu daga. Við verðum að forgangsraða verkefnum og leggja áherslu á að geta sinnt daglegum þörfum íbúa en önnur verkefni verða að bíða. Við verðum því að sýna því þolinmæði og skilning á að ekki er hægt að gera allt eins og þegar fullmannað er.
Vonum svo innilega að þessu fari að linna og við getum farið að halda uppi eðlilegri starfsemi eins og áður.
Að öðru leyti er opið fyrir heimsóknir á Höfða milli 13:00 og 18:00 alla daga vikunnar.
Á Höfða er áfram grímuskylda hjá öllum nema íbúum, þannig að allir gestir verða að nota andlitsgrímu ef þeir koma í heimsókn. Grímuskyldan verður við líði a.m.k. meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi fyrir veirunni meðal íbúa og starfsmanna.
Vegna gruns um Covid smit hjá íbúa er Vík er komin í sóttkví.
Deildin er því lokuð og engar heimsóknir leyfðar. Eingöngu starfsmenn á vakt hafa heimild til að koma inn á deildina.
Stjórnendur Höfða
Það er staðfest smit á Tindi og er viðkomandi íbúi kominn í einangrun. Deildin er í sóttkví og því lokað fyrir heimsóknir fram á mánudag.
Enn og aftur vonum við það besta og viðhöfum smitvarnir eins og hægt er.
Kær kveðja,
Stjórnendur Höfða