Jólaskreytingar

Í gærkvöldi komu saman um 30 starfsmenn Höfða til að gera jólaskreytingar. Kirsten Benediktsdóttir blómaskreytir leiðbeindi um gerð aðventukransa.

 

Nokkrir starfsmenn höfðu úbúið skemmtilegt jólahlaðborð sem gerði mikla lukku. Almenn ánægja var með þessa notalegu kvöldstund.

 

 

Laufabrauðsskurður

Í dag settust nokkrir íbúar Höfða að laufabrauðsskurði. Gaman var að fylgjast með handbragði þeirra, enda flestir þaulvanir laufabrauðsskurði um áratugaskeið. Verkið gekk vel undir röggsamri stjórn Öddu húsmóður.

 

 

Lionsmenn heimsækja Höfða

 

Í gærkvöldi var fundur Lionsklúbbs Akraness haldinn á Höfða. Guðjón Guðmundsson bauð Lionsmenn velkomna og minnti á að Lionsklúbburinn hefði allt frá stofnun Höfða fært heimilinu margar góðar gjafir sem hefðu nýst vel. Guðjón sagði frá starfsemi Höfða, framkvæmdum og hvað væri framundan og svaraði spurningum Lionsmanna.

 

Valdimar Þorvaldsson formaður Lionsklúbbsins þakkaði móttökurnar og þann góða mat sem Haukur bryti bauð upp á.

Framkvæmdir ganga vel

 

 

Framkvæmdir við fyrri verkhluta stækkunar þjónusturýma ganga vel. Verkið tafðist nokkuð í sumar vegna hönnunarmála og krafna frá Brunamálastofnun, en verktakinn reiknar þrátt fyrir það með að verklok verði á umsömdum tíma.

 

Magnús H.Ólafssonarkitekt og Bragi Þór Sigurdórsson rafhönnuður fóru í skoðunarferð um nýbygginguna með deildarstjórum og framkvæmdanefnd. Þeir gerðu grein fyrir væntanlegu útboði á seinni hluta verksins sem verður boðinn út í þessum mánuði.

Læknisþjónusta á Höfða

Læknisþjónusta á Höfða

Öldrunarbreytingar og heilsufarsbrestur eru ástæður þess að fólk sækir um dvöl á dvalarheimili. Oft er erfitt að greina á milli þess hvað eru öldrunarbreytingar og hvað eru afleiðingar sjúkdóma. Nú til dags er yfirleitt búið að reyna allar leiðir til að aðstoða fólk til að geta búið heima áður en til þess kemur að fólk fer á hjúkrunarheimili. Mikið er lagt uppúr því, enda talinn mun ódýrari kostur fyrir þjóðfélagið og gjarnan það sem fólkið sjálft vill. Á öllum stigum öldrunar er mikilvægt að viðhalda og styrkja sjálfsbjargargetu einstaklinga. Fólk hefur að sjálfsögðu sínar leiðir til þess og til að veita aukinn stuðning kemur heimilisaðstoð og heimahjúkrun að málum sem samfélagsaðstoð þegar þess gerist þörf. Ágætur aðgangur er að skammtímavistun hér í bæ, á sjúkrahúsinu, til að meta einstaklinga og endurhæfa í tengslum við þjónustu öldrunarlæknis þar.

 

Það kemur þó að því að ekki eru önnur ráð betri en að sækja um á dvalarheimili. Mörgum reynist það þó erfiður biti að kyngja.

 

Stífari reglur eru í dag um hverjir fá inni á heimili en var fyrir 20 árum. Allir einstaklingar sem sækja um vistun á Höfða fara í gegnum svokallað vistunarmat þar sem metin er andleg, líkamleg og félagsleg staða einstaklingsins. Það er svo vistunarmatsnefnd  fyrir landsfjórðunginn sem forgangsraðar inná hin ýmsu dvalar- og hjúkrunarheimili í landshlutanum.

Mikil fjölgun eldra fólks verður á næstu árum. Búast má við að fólk 65 ára og eldra sem er um 13% í dag verði 23% þjóðarinnar e. 30 ár.

 

Í grein í Læknablaðinu um íbúa hjúkrunarheimila frá sl. ári kom ma. fram að meðaldvalartími á hjúkrunarheimilum á Íslandi er um 3 ár.

 

Oft eru nýir íbúar fjölveikir einstaklingar. Meðalyfjafjöldi hjá íbúum hjúkrunarheimila eru 9,91 lyf af fjölbreyttu tagi.

2 slæður um lyfjanotkun

 

Nýir íbúar vistast ýmist á almennu vistrými eða hjúkrunardeild. Það fer eftir getu hvers og eins hvor kosturinn verður fyrir valinu. Með ýmsum ráðum er reynt að viðhalda og styrkja heilsu fólks þegar fólk er komið hér inn. Eftir því sem sjálfsbjargargeta almennra vistmanna verður minni og þeir þarfnast meiri umönnunar færast þeir gjarnan þangað sem hægt er að veita meiri stuðning og á endanum á hjúkrunardeild. Fjölþættri starfsemi bæði dægradvöl og endurhæfingu með góðu starfsfólki er sinnt á heimilinu.

 

Læknisþjónustu hefur frá upphafi verið sinnt af heilsugæslulæknum og hef ég verið í forsvari þann tíma og hafa það aðallega verið við Þórir Þórhallsson sem höfum sinnt þessu verkefni en af og til hafa aðrir fastráðnir heilsugæslulækar komið að málum.

 

Ég tel að þetta hafi reynst góður kostur að hafa þennan hátt á þar sem yfirgnæfandi fjöldi íbúa koma úr læknishéraðinu og hafa verið skjólstæðingar heilsugæslunnar. Læknar heilsugæslunnar hafa svo verið heimilislæknar fólksins og hafa yfirsýn yfir heilsuvanda flestra.

Annar kostur við að ekki komi of margir að málum er að það verður samfella í þjónustunni sem skiptir miklu máli.

Mikil samvinna er við hjúkrunarfræðinga heimilisins um úrlausnir heilsuvanda sem er auðvitað lykilatriði og þær fylgja síðan eftir fyrirmælum læknisins.

Læknisheimsókn er á mánudögum og fimmtudögum en síðan er læknir á vakt allan sólarhringinn eins og fyrir aðra íbúa læknishéraðsins, bæði fyrir símaráðgjöf og vitjanir.

Meðferð og forvarnir eru með hefðbundnum hætti eftir að fólk kemur á Höfða og gjarnan framhald á þeim samskiptum sem íbúar höfðu áður átt við lækna heilsugæslunnar. Bólusetningar við lungnabólgu og flensum fara fram reglulega. Læknar koma að nokkrum verkefnum sem eru unnin með reglubundnum hætti og eru teymisverkefni ss. byltuforvörnum og RAI mati.

Læknar sinna síðan vanda fólks sem óskar eftir viðtali og auk þess sinna læknar þeim málum sem  hjúkrunafræðingar óska eftir að séu skoðuð. Brugðist er við bráðavandamálum eftir atvikum. Við komu á Höfða er farið ítarlega yfir heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga og lögð á ráðin um heilsueflingu. Reglulegt heilsufarsviðtal um almenn heilsuvandamál er síðan árlega við alla íbúa, þar sem farið er yfir hlutina og endurskoðuð lyfjameðferð ofl.

 

Þegar um er að ræða veikindi sem ekki er talið mögulegt að leysa úr á heimilinu er gjarnan leitað aðstoðar sérfræðinga eftir eðli vandans. Við eigum ágætt samstarf við sérfræðinga sjúkrahússins og leitum iðulega ráða hjá þeim ma. öldrunarlækni. Gott samstarf er við sjúkrahúsið um að taka sjúklinga inn til læknisrannsókna og meðferðar þegar það á við. Við sérstakar aðstæður getur þurft að leita til sérfræðinga á læknastofum.

Íbúar fá öll lyf sem læknar ávísa sér að kostnaðarlausu. Föst lyf eru afgreidd í ½ mánaðarpakkningum “rúllum”  frá Lyfjaveri í Reykjavík. Öll lyfjanotkun og sérfræðingaþjónusta sem greidd er af Höfða þarf að vera í samráði við lækni heim
ilisins.

 

Ýmis alvarleg heilsufarsvandamál geta gjörbreytt lífsgæðum eldra fólks og alvarlegir sjúkdómar tekið völdin. Þetta geta verið vandamál sem sækja að sem hægfara hrörnun en einnig sjúkdómar sem skyndilega breyta lísgæðum fólks hjartaáföll, heilablóðföll, krabbamein ofl.

 

Til að gera meðferð markvissari hefur á flestum hjúkrunar- og dvalarheimilum verið reynt að kanna meðferðaróskir einstaklinga þegar andleg eða líkamleg geta skerðist og viðkomandi getur ekki lengur tjáð hug sinn. Þetta er gjarnan gert með því að ræða við hinn aldraða og / eða aðstandendur um gildismat og óskir og væntingar aðila um meðferð, eftirlit og hvernig breytingar á ástandi geta haft áhrif á meðferðarval.

 

Á vegum Landlæknis hefur verið gerð svokölluð Lífsskrá sem nýtist í þessu sambandi.

Lífsskrá er skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok, geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðunum um þá meðferð vegna andlegs eða líkamlegs ástands.

Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess hæft og getur metið kosti sem til greina koma, verði viðkomandi svo andlega eða líkamlega skaðaður að litlar eða nær engar líkur eru taldar á bata eða á því að unnt sé að lifa innihaldsríku lífi á ný. Lífsskráin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en viðkomandi er ekki lengur hæfur til að kveða upp úr um vilja sinn.
Oft hefur fólk velt þessu fyrir sér án þess að koma því á framfæri. Ef viðkomandi segir engum óskir sínar mun enginn vita þær og slíkt getur boðið vandamálum heim. Oft lendum við í þeim vanda þegar alvarleg heilsuáföll verða, að ekki liggja fyrir óskir um hvað meðferð á að veita eða er viðeigandi. Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur að taka ákvarðanir án fyrirvara ef ekki hefur verið rætt um þessa hluti áður. Það er þó stundum eðli málsins samkvæmt hvað gert er en að öllu jöfnu er betra að fólk hafi komist að niðurstöðu í tíma og lýst vilja sínum.

Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að hægt er að skipta um skoðun hvenær sem er.

 

 

Lækningar og hjúkrun á Dvalarheimilinu Höfða miðast ætíð að því að veitt sé viðeigandi meðferð, umönnun og endurhæfing með það markmið að vinna bug á sjúkdómum eða halda þeim í skefjum og bæta lífsgæði vistmanna. Viðeigandi meðferð við lok lífs, þegar von um lækningu er ekki fyrir hendi, beinist eðli málsins samkvæmt frekar að líkn. Lífsskráin auðveldar ákvarðanatöku þeirra sem sinna aðhlynningu viðkomandi einstaklings. Engin algild meðferð er til sem hentar öllum einstaklingum, því verður ætíð að taka mið af persónulegu gildismati fólks.

Eftirfarandi atriði koma m.a. til álita í þessu sambandi: að framlengja líf, að meta lífsgæði, að viðhalda færni í athöfnum daglegs lífs, að lifa með sem minnsta þjáningu.

Meðferð skal þó alltaf vera í samræmi við viðurkennd læknisfræðileg markmið og

læknisfræðilegt mat á kringumstæðum út frá s
júkdómsbyrði einstaklings og

heil
d

arástandi hans.

Markmi

ð meðferðar við lok lífs er eins og við aðra meðferð að hjálpa sjúklingi og

skaða hann ekki. Aldrei er veitt meðferð sem ekki þjónar hagsmunum einstaklings.

Siðferðilega séð er enginn munur á að takmarka, hætta eða hefja meðferð. Meðferð

sem lengir líf dauðvona sjúklings án þess að fela í sér lækningu eða líkn er ekki

réttlætanleg.

 

FLOKKUN MEÐFERÐAR:

Eftirfarandi 4 flokkar meðferðar eru skilgreindir:

 

1. Full meðferð:

er skilgreind sem virk meðferð í bráðum veikindum og getur falið í sér lífgunartilraunir og sjúkrahúsinnlögn. Ef engin önnur meðferð hefur verið ákveðin er alltaf beitt fullri meðferð.

 

2. Full meðferð að endurlífgun:

er skilgreind sem virk meðferð án tilrauna til endurlífgunar. Þessir einstaklingar eru þó meðhöndlaðir fullkomlega að öðru leyti og þar með talin vistun á sjúkrahúsi fyrir meðferð bráðra vandamála, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

 

3. Meðferð heima:

má veita í bráðum veikindum, t.d. meðferð með sýklalyfjum og í völdum tilfellum dreypimeðferð. Þetta meðferðarform felur hvorki í sér lífgunartilraunir né innlögn á sjúkrahús.

 

4. Líknandi meðferð:

er skilgreind sem einkennameðferð þar sem ekki er gripið til sjúkrahúsinnlagnar nema þegar slíkt getur talist til meðferðar, t.d. ef einstaklingur sem er langt leiddur af sjúkdómi beinbrotnar. Meðferðin felur í sér líknandi hjúkrun svo og lyfjameðferð við

verkjum og annarri vanlíðan. Þessu meðferðarformi er oftast beitt þegar sýnt

þykir að dauðastund nálgast og gerir lífslokin sem léttbærust fyrir viðkomandi

íbúa og aðstandendur hans.

Líknandi meðferð miðar fyrst og fremst að því að bæta lífsgæði íbúans og

fjölskyldu hans er dauðinn nálgast, því bæði íbúi og aðstandendur hans tilheyra

meðferðinni. Meðferðin miðast við að veita heildræna umönnun, þar sem litið er á einstakling í heild sinni, með líkamlegar, andlegar, f
élagslegar og trúarlegar þarfir. Umönnun einstaklings felur í sér að uppfylla þessar þarfir, ekki bara sem sjúklings, heldur fyrst og fremst sem manneskju.

 

Við höfum hug á að taka upp það vinnulag í framtíðinni að ræða þessi mál þegar nýr einstaklingur kemur á Höfða og vinna úr þessum málum eftir atvikum meðal núverandi vistmanna.

 

Reynir Þorsteinsson yfirlæknir

 

 

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð starfsmanna Höfða var haldin að Miðgarði s.l. laugardagskvöld. Mæting var góð og kvöldið vel heppnað, enda skemmtunin vel undirbúin af árshátíðarnefndinni sem var skipuð þeim Maríu Kristinsdóttur, Pálínu Sigmundsdóttur og Vilborgu Ingu Guðjónsdóttur. Boðið var upp á þríréttaða máltíð sem gerði mikla lukku. Forréttur og aðalréttur voru frá Galító en árshátíðarnefndin útbjó sjálf eftirréttinn.

 

Veislustjóri var Unnur Halldórsdóttir sem fór á kostum í gamanmálum og kveðskap. Höfðakórinn söng nokkur lög við góðar undirtektir og flutt voru ýmis heimatilbúin skemmtiatriði. Þá var dregið um fjölda góðra vinninga í happdrætti. Hljómsveitin Hafrót lék fyrir dansi og var dansgólfið troðfullt til klukkan 2 en þá lauk árshátíðinni.

 

Árshátíðin tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja meðal þátttakenda. Í næstu árshátíðarnefnd voru skipaðar þær Guðný Sigurðardóttir, Guðrún Ísleifsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir.

Helga styrkt

Í fyrradag voru veittir fjórir styrkir úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands, en sjóðurinn styrkir áhugaverðar rannsóknir í öldrunarmálum.

 

Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri á Höfða hlaut 300 þúsund króna styrk vegna rannsóknar sinnar á heilsufari og færni aldraðra með einkenni heilabilunar á hjúkrunardeildum á Íslandi og gæðum þeirrar hjúkrunar sem þeir njóta. Um er að ræða meistaraverkefni Helgu en hún stundar meistaranám í hjúkrunarstjórnun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

 

Harmonikkuball

Vegna framkvæmda við stækkun þjónusturýma er samkomusalur Höfða lokaður og verður því að halda samkomur á ganginum framan við salinn.

 

Í dag lék Jón Heiðar Magnússon á harmonikku gömlu góðu danslögin við góðar undirtektir Höfðafólks og tóku margir snúning við ljúfa tóna nikkunnar.