Ráðherra velferðarmála í heimsókn

Guðbjartur Hannesson ráðherra velferðarmála heimsótti Höfða í morgun og fundaði með Kristjáni Sveinssyni formanni stjórnar Höfða, Guðjóni Guðmundssyni framkvæmdastjóra og Helgu Atladóttur hjúkrunarforstjóra. Fundinn sátu einnig Árni Múli Jónasson bæjarstjóri og Guðmundur Páll Jónsson formaður bæjarráðs.

 

Forsvarsmenn Höfða kynntu ýmis hagsmunamál Höfða; yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir, íbúafjölda, starfsmannahald o.fl.

 

 

Að fundi loknum heilsaði ráðherra upp á íbúa Höfða.

 

Góðar gjafir

Kiwanisklúbburinn Þyrill á 40 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af því færði klúbburinn nokkrum aðilum gjafir í samkvæmi á sjúkrahúsinu í gærkvöldi. Halldór Fr. Jónsson formaður Þyrils færði þar Höfða 3 góðar gjafir; sjúkrarúm sem hægt er að hækka og lækka, 3 vinnuborð fyrir dagdeild og þrekhjól fyrir sjúkraþjálfun. Heildarverðmæti þessara gjafa er kr. 1.135.000.

 

Guðjón Guðmundsson þakkaði klúbbfélögum fyrir þessar góðu gjafir og minnti á að Kiwanisklúbburinn Þyrill hefði allt frá því Höfði hóf starfsemi fyrir 32 árum fært heimilinu hverja stórgjöfina á fætur annari sem hefðu nýst vel.

 

Aðrir sem fengu gjafir frá Þyrli í tilefni afmælisins eru Sjúkrahús Akraness, Þjótur íþróttafélag fatlaðra og Dropinn félag sykursjúkra barna.