Velferðarráðherra heimsækir Höfða

 

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra heimsótti Höfða í morgun. Ráðherra skoðaði nýtt þjónustrými heimilisins, en framkvæmdum við það lauk í sumar. Hann átti síðan fund með forráðamönnum heimilisins þar sem rætt var um starfsemi Höfða og helstu áherslur Höfðafólks varðandi reksturinn.

 

Guðbjartur heilsaði síðan upp á starfsfólk og íbúa heimilisins.