Fylgst með handboltanum

Frábær árangur íslenska handboltalandsliðsins á Olympíuleikunum í Kína er helsta umræðuefni fólksins á Höfða og allir sem vettlingi geta valdið fylgjast með leikum liðsins í sjónvarpinu.

 

Á myndinni sjást þær Guðrún Ólafsdóttir, Guðrún Adolfsdóttir og Lára Arnfinnsdóttir gera hlé á handavinnunni til að fylgjast með glæsilegum sigri okkar manna gegn Pólverjum.

Góðir gestir í heimsókn

Samstarfsnefnd um málefni aldraðra ásamt fulltrúum Félags- og tryggingamálaráðuneytis heimsótti Höfða í dag.

 

Þetta voru nefndarmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson formaður, Ásta Möller, Margrét Margeirsdóttir, Ragnhildur Eggertsdóttir, Dögg Pálsdóttir Helgi K.Hjálmsson og Bernharður Guðmundsson ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Vilborgu Ingólfsdóttur og Láru Björnsdóttur.

 

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri, Margrét A.Guðmundsdóttir húsmóðir og Benedikt Jónmundsson formaður stjórnar Höfða tóku á móti þessum góðu gestum, kynntu þeim starfsemi Höfða og sýndu þeim nokkrar íbúðir. Þá voru þeim kynntar áætlanir um stækkun þjónusturýmis heimilisins, svo og framtíðarhugmyndir stjórnenda Höfða.

 

Gestirnir snæddu hádegisverð með heimamönnum og héldu síðan áfram ferð sinni um Vesturland.