Starfsemi

Starfsemi

Höfði er hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Íbúar eru 76, þar af 69 í hjúkrunarrýmum, 1 skammtímarými (tímabundin dvöl), auk þess sem á Höfða rekur 6 biðrými í tengslum við Landspítalann. Þá er aðstaða fyrir 25 manns í dagdvöl, auk heimilisfólks.

Tímabundin dvöl á Höfða

Um er að ræða tímabundna dvöl aldraðra á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Tímabundin dvöl er í 2 vikur og útskrifast einstaklingur aftur heim til sín. Markmiðið með dvölinni er að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili og er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklings sem og stuðningur og ráðgjöf við aðstandendur.

Áhersla er lögð á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta.

Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Höfði hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.

Hægt er að sækja um tímabundna dvöl með því að fylla út eyðublað á vef Landlæknis.

Einstaklingar þurfa að koma með:

  • Lyfjarúllu eða lyf og lyfjakort/lyfjablað. Vinsamlegast komið með augndropa, innúðalyf og smyrsl sem verið er að nota.
  • Sæng, sængurver, kodda, koddaver og rúmteppi (2stk).
  • Innifatnað, föt til skiptanna, náttföt og nærföt, inniskó (ekki töflur)
  • Útiföt og skó
  • Snyrtivörur, s.s. sjampó, tannkrem, rakvél, raksápu, krem ofl.

Aðstandendur annast þvott á persónulegum fatnaði og eru taukörfur á baðherberginu.

Vinsamlegast komið með göngugrindur, hjólastóla og önnur hjálpartæki sem þið eruð vön að nota.

Athugið að reykingar eru ekki leyfðar á herbergjum.

Heimsóknargestir eru velkomnir allan daginn. Húsinu er læst frá kl.21:00 á kvöldin og er þá hægt að hringja dyrabjöllu í anddyri hjúkrunarheimilisins.

Af öryggisástæðum og af tillitssemi við starfsfólk eru dvalargestir vinsamlegast beðnir um að tilkynna starfsfólki um fjarveru af heimilinu

Dagdvöl

Heimild er fyrir 25 manns í dagdvöl auk heimilisfólks.  Einstaklingar geta fengið dagdvöl frá einum til fimm daga í viku. Fólki er ekið heiman og heim. Upplýsingar og umsóknir um dagdvöl á Höfða, sími 433-4313 og hjá Fjölskyldusviði Akraneskaupstaðar, sími 433-1000.

Félags- og tómstundastarf

Starfsþjálfun er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00 til 16:00. Að öðru leyti fer fram fjölbreytt félagsstarf á Höfða, svo sem kvöldvökur, bingó, spilakvöld, kaffihúsakvöld, boccia o.s.frv. Þá koma oft góðir gestir í heimsókn og skemmta íbúum. Farið er í ferðalög á sumrin.

Læknisþjónusta

Höfði hefur gert samning við Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) um læknisþjónustu. Læknir hefur fastan viðverutíma tvisvar í viku. Aðgengi að annari sérhæfðri læknisþjónustu er veitt samkvæmt tilvísun lækna heimilisins.

Sjúkraþjálfun

Á Höfða er starfandi sjúkraþjálfari ásamt tveimur aðstoðarkonum. Markmið sjúkraþjálfunar er að þjálfa, örva og viðhalda hreyfigetu og líkamlegri færni íbúa. Þar fer fram endurhæfing vegna sjúkdóma, eftir beinbrot, aðgerðir og einnig veitt verkjameðferð. Veitt er einstaklingsmeðferð, en einnig er í boði aðstaða til almennrar líkamsþjálfunar og m.a. boðið upp á hópleikfimi. Sjúkraþjálfari útvegar hjálpartæki, vinnur að forvörnum og veitir fræðslu og ráðgjöf til starfsfólks og heimilismanna.

Iðjuþjálfun

Á Höfða starfar iðjuþjálfi ásamt tveimur aðstoðarkonum. Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega færni íbúa heimilisins. Það er gert með íhlutun í formi fræðslu, ráðgjafar og þjálfunar. Iðjuþjálfinn leitast við að vinna skjólstæðingsmiðað þar sem hugsað er um samspil íbúans, iðjunnar og umhverfisins. Hann leggur áherslu á að efla virkni íbúans við iðju sem vekur áhuga og veitir gleði og lífsfyllingu.

Eldhús

Á Höfða er allur matur matreiddur í eldhúsi heimilisins.  Þar er leitast við að framreiða fjölbreyttan, hollan og staðgóðan íslenskan mat. Íbúar borða í borðstofu á sínu heimili. Jafnframt er sendur út heitur matur í hádeginu fyrir eldri borgara á starfssvæði heimilisins. Beiðni um heimsendingarþjónustu þarf að berast til fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar í síma 433 1000.

Matmálstímar:

 Morgunverður              kl. 08:30 til 10:00

Hádegisverður              kl. 12:00 til 13:00

Eftirmiðdagskaffi           kl. 14:45 til 15:30

Kvöldverður                 kl. 18:00 til 19:00

Kvöldkaffi                    eftir kl. 20:00.

Þvottahús

Á Höfða er starfrækt þvottahús, auk þess sem þvottaherbergi eru á hverju heimili þar sem allur fatnaður íbúar er þvegin. Nauðsynlegt er að allur fatnaður sé merktur með þar til gerðum merkimiðum sem forstöðukona afhendir. Æskilegt er að fötin séu auðveld í þvotti, þar sem ekki er tekin ábyrgð á þeim í þvotti.

Hárgreiðsla

Á Höfða er starfrækt hárgreiðslustofa.  Hægt er að panta tíma í síma 864-4520.

Fótaaðgerðastofa

Á Höfða er starfrækt fótaaðgerðastofa sem er opin virka daga. Hægt er að panta tíma í síma 612-3664.

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta fyrir fatlaða og aldraðra á Akranesi er rekin frá Höfða. Upplýsingar og umsóknir eru hjá Fjölskyldusviði Akraneskaupstaðar, sími 433-1000.

Prestur

Sr. Þráinn Haraldsson annast helgistundir og guðsþjónustur á Höfða. Sr. Þráinn er með viðtalstíma í Safnaðarheimilinu alla virka daga nema mánudaga kl. 11:30 – 12:30, sími 433-1502.

Heimsóknir

Heimsóknartími er frjáls að því marki að það trufli ekki heimilisfólk eða starfsmenn hússins. Húsið er opið kl. 08:00 til 21:00. Eftir það er svarað í dyrasíma.

Tryggingar

Lágmarkstryggingar eru teknar vegna innbús heimilisfólks. Íbúar þurfa sjálfir að tryggja önnur verðmæti ef þeim finnst ástæða til.

Þagnarskylda

Samkvæmt lögum hvílir þagnarskylda á starfsfólki heimilisins.