Höfðagleði

Hin árlega Höfðagleði var haldin s.l. föstudagskvöld. Á Höfðagleði mæta íbúar, starfsmenn, fyrrverandi starfsmenn sem hafa hætt vegna aldurs, makar íbúa, læknar og stjórn Höfða, alls um 190 manns.
Boðið var upp á glæsilega þriggja rétta veislumáltíð sem Haukur bryti og hans fólk í eldhúsinu reiddi fram og var mikil ánægja með frábæran mat.

Sigurlín Gunnarsdóttir setti skemmtunina og stjórnaði henni. Gestur kvöldsins var Gísli Einarssonar sem sagði gamansögur úr sveitinni. Sönghópurinn Vorvindar flutti vinsæl dægurlög fyrri ára.

Dregið var í happdrætti þar sem íbúar og starfsmenn fengu góða vinninga.

Að lokum var dansað við undirleik Bjórbandsins sem hélt uppi miklu stuði til miðnættis.

Höfðagleðin tókst vel að vanda og var mikið stuð á þátttakendum.

Bocciamót 2014

Nýlokið er hinu árlega Boccia móti Höfða. Að þessu sinni tóku 10 sveitir þátt og var hörð keppni á mótinu. Sveitin Hrútar sigraði með 28 stig, en sveitina skipuðu Kristján Pálsson, Gunnar Elíasson og Jóhannes Páll Halldórsson. Í öðru sæti var sveitin Stráin með 23 stig, en sveitina skipuðu Magnús Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir.  Í þriðja sæti var sveitin Skýin með 21 stig, en sveitina skipuðu Agnes Sigurðardóttir, Ásta Albertsdóttir og Jóhanna Ólafsdóttir.
Verðlaunaafhending fór fram í mótslok og fengu 3 efstu sveitirnar verðlaunagripi. María iðjuþjálfari ásamt aðstoðarmönnum sáu um dómarstörf og stjórnuðu mótinu af röggsemi og léttleika.
Tvö starfsmannalið tóku þátt í mótinu og komust ekki með tærnar þar sem íbúarnir höfðu hælana.