Björt Framtíð í heimsókn

Frambjóðendur Bjartrar Framtíðar, þau Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Svanberg Júlíus Eyþórsson, Anna Lára Steindal og Starri Reynisson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Bjartrar Framtíðar í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Vel heppnaður vormarkaður

S.l. laugardag var haldinn vormarkaður á Höfða. Þar var meðal annars í boði úrval af brauði, kleinum, kökum, sultum, broddur, garðplöntum, smámunum o.fl. sem starfsmenn seldu til fjáröflunar fyrir væntanlega utanlandsferð.

Tveir íbúar, Ólöf Hjartardóttir og Anna Þorvarðardóttir,  voru með stórskemmtilega sölubása þar sem boðið var upp á falleg gjafakort, skartgripi og prjónavörum, allt unnið af seljendum.

Í samkomusalnum var voðið upp á kaffi og vöfflur og ávaxtasafa fyrir börnin. Þar var troðfullt allan opnunartímann, en mörg hundruð manns sóttu þennan vel heppnaða vormarkað.

Samfylkingin í heimsókn

Frambjóðendur Samfylkingarinnar, þau Ingibjörg Valdimarsdóttir, Gunnhildur Björnsdóttir og Kristinn Hallur Sveinsson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Sjálfstæðismenn í heimsókn

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þau Einar Brandsson, Rakel Óskarsdóttir, Valdís Eyjólfsdóttir og Kristjána Helga Ólafsdóttir, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.
 

Frjálsir með Framsókn heimsækja Höfða

Frambjóðendur Frjálsra með Framsókn, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Karl Guðjónsson, Sigrún Inga Guðnadóttir og Anna Þóra Þorgilsdóttir heimsóttu Höfða í dag. Þau sýndu íbúum kynningarmyndbandið „Akranes í fremstu röð“, kynntu stefnumál framboðsins í bæjarstjórnarkosningunum í vor og ræddu við íbúa.