Gjöf frá Lionsklúbbnum Eðnu

Stefanía Sigurðardóttir formaður Eðnu afhendir Kjartani Kjartanssyni framkvæmdastjóra Höfða gjafabréf fyrir gjöfinni
Félagar í Lionsklúbbunum Eðnu ásamt framkvæmdastjóra við afhendingu gjafar

Í dag komu félagar í  Lionsklúbbnum Eðnu færandi hendi til okkar og færðu Höfða veglega peningagjöf.

Peningagjöfin verður notuð upp í kostnað við að reisa girðingu í garði Höfða að sunnanverðu.  Markmiðið með að koma upp slíkri girðingu er að skapa öruggt umhverfi til útiveru fyrir heilabilaða íbúa heimilsins.

Rétt áður en félagar í Lionsklúbbnum komi í hús á Höfða fengum við þær gleðilegu fréttir að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra fyrir 40% af áætluðum kostnaði við garðagirðinguna.

Lionsklúbburinn Eðna hefur verið einn af okkar traustustu bakhjörlum og hefur fært Höfða margar góðar gjafir í gegnum árin.

Við á Höfða viljum færa félögum í Lionsklúbbnum Eðna kærar þakkir fyrir gjöfina og þann hlýhug sem fylgir gjöfinni.