Framsóknarmenn heimsækja Höfða

Ásmundur Einar Daðason og Eygló Harðardóttir þingmenn Framsóknarflokksins heimsóttu Höfða í gær ásamt Guðmundi Páli Jónssyni formanni bæjarráðs Akraness.

 

Gestirnir heilsuðu upp á íbúa og dagdeildarfólk og funduðu með stjórnendum Höfða.

Útiskemmtun í blíðunni

Í dag naut Höfðafólks blíðviðrisins á stéttinni sunnan við Höfða. Jón Heiðar lék þar gömlu góðu lögin á harmonikku og sumir stigu dans. Boðið var upp á léttar veitingar. Milli 60 og 70 manns mættu og skemmtu sér vel.