Fundur með aðstandendum íbúa

Fimmtudaginn 15. mars kl. 17 verður haldinn fundur með aðstandendum íbúa Höfða í Höfðasal.

 Dagskrá:

  • Handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila; Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri.
  • Breytingar á Höfða; Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri.
  • Væntumþykja í verki; Hildur A. Ingadóttir sjúkraþjálfari.
  • Önnur mál.
  • Fundi slitið.

Að loknum erindum verður boðið upp á kaffi og umræður.

Við vonum að sem flestir ykkar geti mætt á fundinn.

Höfðingleg gjöf til Höfða

Í gær kom Guðrún A. Sveinsdóttir frá Skaganum 3X og færði Höfða að gjöf EKG hjartalínuritstæki af fullkomnustu gerð en eldri tæki heimilisins var úr sér gengið.

Hallveig Skúladóttir hjúkrunarforstjóri veiti gjöfinni viðtöku.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Skaginn 3X styður við starfsemi Höfða, fyrir nokkrum misserum færði fyrirtækið Höfða að gjöf tvær loftdýnur ásamt dælum.

Við á Höfða viljum þakka eigendum Skagans 3X fyrir höfðinglegar gjafar og þann hlýhug sem þeir bera til heimilisins.  Allar þessar gjafir munu nýtast vel á Höfða.