Sumarferð

IMG_0515
Hópurinn í Hernámssetrinu að Hlöðum

Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. 60 manns tóku þátt í ferðinni, íbúar Höfða og dagdeildarfólk ásamt nokkrum starfsmönnum.

Lagt var af stað kl. 13 og ekið um Hvalfjörðinn undir leiðsögn Arnheiðar Hjörleifsdóttur frá Bjarteyjarsandi sem fræddi hópinn um sögu Hvalfjarðar. Hernámssetrið að Hlöðum var heimsótt og skoðað ásamt því sem boðið var upp á kaffihlaðborð inn í safninu sjálfu.

Að þessu loknu var ekið sem leið lá til Akraness með viðkomu í Melahverfinu. Heim var svo komið kl. 17.30.

Írskir dagar á Höfða

IMG_0483

Í upphafi Írskra daga á Akranesi komu íbúar Höfða og dagdeildarfólk saman í Höfðasal og skemmtu sér. Boðið var upp á léttar veitingar. Svavar Knútur skemmti fólki með söng sínum og stóð fyrir fjöldasöng.

Þá var heimilið skreytt með írskum fánum, blöðrum o.fl. Írska stemmningin sem ríkir á Akranesi þessa helgi er því ekki síður á Höfða en annars staðar í bænum.