Vorferð starfsmanna Höfða

S.l. laugardag fór um helmingur starfsmanna Höfða í árlega vorferð. Að þessu sinni var haldið til Stykkishólms. Þar heimsóttum við sjúkrahúsið þar sem Róbert Jörgensen svæðisstjóri og Hrefna Frímannsdóttir yfirsjúkraþjálfari tóku á móti hópnum, buðu upp á kaffi og tertur, og lýstu starfseminna, einkum bakmeðferð sem sjúkrahúsið sérhæfir sig í.

 

Næst var haldið í Norska húsið og það skoðað með leiðsögn, einnig heimsóttu margir handverkshúsið en síðan var bjórverksmiðjan Mjöður heimsótt. Þar lýsti Gissur Tryggvason framleiðslunni og boðið var upp á smökkun.

 

Loks var snæddur dýrindis kvöldverður í Narfeyrarstofu og heim komu ánægðir ferðalangar upp úr miðnætti.

Framsóknarmenn heimsækja Höfða

 

Frambjóðendur Framsóknarflokksins, Guðmundur Páll Jónsson, Dagný Jónsdóttir og Elsa Arnardóttir heimsóttu Höfða í dag. Þau kynntu stefnumál Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum n.k. laugardag og ræddu við íbúa og starfsmenn. Með þeim í för var Guðmundur Steingrímsson alþingismaður.

Sjálfstæðismenn í heimsókn

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þau Einar Brandsson, Karen Jónsdóttir, Eydís Aðalbjörnsdóttir og Gísli S.Einarsson, heimsóttu Höfða í dag. Þau ræddu við íbúa og starfsmenn og kynntu stefnumál Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum n.k. laugardag.

Félagsmálaráðherra heimsækir Höfða

 

Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra heimsótti Höfða í dag. Með honum í för voru Guðbjartur Hannesson alþingismaður og fjórir efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í komandi bæjarstjórnarkosningum þau Sveinn Kristinsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Einar Benediktsson. Gestirnir kynntu sér starfsemi Höfða og ræddu við íbúa og starfsmenn. Helga Atladóttir hjúkrunarforstjóri fylgdi gestunum um húsið, en hún á sæti á framboðslista Samfylkingarinnar.