Tilboð opnuð

Í morgun voru opnuð tilboð í fyrri áfanga stækkunar þjónusturýma, þ.e.a.s. fokhelda byggingu. 3 tilboð bárust:

           

Sjammi ehf.                          kr. 55.945.473

Trésmiðjan Akur ehf.            kr. 59.767.926

Loftorka í Borgarnesi ehf.    kr. 63.408.350

 

Tilboðin verða nú yfirfarin og í framhaldi af því samið við væntanlegan verktaka. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki seint í nóvember.

Höfðingleg gjöf

Sigursteinn Árnason frá Sólmundarhöfða færði Höfða að gjöf sex milljónir króna í gær. Sigursteinn, sem er 94 ára gamall, hefur búið á Höfða s.l. hálft annað ár, en áður átti hann heimili sitt á Sólmundarhöfða frá barnæsku.

Dvalarheimilið Höfði stendur sem kunnugt er á lóð Sólmundarhöfða og dregur nafn sitt af höfðanum.

Stjórn Höfða færir Sigursteini kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Myndbandagerð

Tveir hópar nemenda Grundaskóla hafa síðustu daga fengið aðstöðu á Höfða til að taka upp myndband. Þetta er liður í stærðfræðiverkefni sem þau eru að kynna fyrir yngri nemendum skólans.

 

Ball

Það var fjör á Höfða í dag þegar hljómsveitin Bjórbandið lék fyrir dansi síðdegis. Hljómsveitina skipa Árni Aðalsteinsson, Baldur Árnason, Helgi Jensson og Smári Guðbjartsson. Mikið var dansað og stuð á mannskapnum, enda leikur hljómsveitin gömlu góðu lögin sem íbúar Höfða þekkja og hafa ánægju af.