Jólaball 2017

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Í gær var haldið hið árlega jólaball á Höfða fyrir íbúa, starfsmenn og afkomendur. Höfðasalurinn var fullur af gestum, sá yngsti eins árs, sá elsti á tíunda áratugnum, og skemmtu sér allir konunglega.

Tveir jólasveinar komu í heimsókn og færðu börnunum poka með góðgæti. Bjórbandið spilaði gömlu góðu jólalögin og gestirnir dönsuðu kringum jólatréð.

Að balli loknu þáðu gestir veitingar í boði Höfða.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Helgihald um hátíðarnar

 Nú um hádegisbilið var Ragnheiður Guðmundsdóttir djákni með helgistund í Höfðasal þar sem börn hennar og barnabörn sungu jólasálma og léku undir, en það er árvisst að afkomendur djáknans annast tónlistarflutning í helgistund á aðfangadag. Á annan í jólum verður hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45 þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson predikar og kór Akraneskirkju syngur við undirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Á gamlársdag verður svo helgistund djákna kl. 11.30, en þar mun kór Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd syngja.

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Íbúar og starfsfólk Höfða.

Nýtt starf hjúkrunardeildarstjóra-auglýsing

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði á Akranesi auglýsir nýja stöðu hjúkrunardeildarstjóra lausa til umsóknar.

Á Höfða eru 74 íbúar, 61 í hjúkrunarrýmum, 4 í biðhjúkrunarrýmum og 9 í dvalarrýmum. Nánari upplýsingar um heimilið er hér á heimasíðunni.

Hæfniskröfur

• Leitað er að einstaklingi með a.m.k. 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, góða leiðtogahæfni, áhuga á þjónustu við aldraða og getu til að takast á við krefjandi verkefni.

• Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.

• Reynsla og/eða menntun á sviði stjórnunar er æskileg.

  • Framhaldsmenntun á sviði öldrunarhjúkrunar æskileg.

• Góð tölvukunnátta skilyrði.

• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi og góða íslenskukunnáttu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og launanefndar sveitarfélaga.

Starfshlutfall er 80-90%.

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2017.

Nánari upplýsingar um stöðu hjúkrunardeildarstjóra veitir:

Hallveig Skúladóttir, sími 856-4327,                                                                netfang: hjukrun@dvalarheimili.is

Umsókn og ferilskrá sendist til hjúkrunarforstjóra Höfða á netfangið hjukrun@dvalarheimili.is.

Umsókn má einnig senda til hjúkrunarforstjóra Höfða, Sólmundarhöfða 5, 300 Akranesi. Öllum umsóknum verður svarað