Fjör á öskudaginn

IMG_0992

Líf og fjör var á öskudaginn á Höfða.  Bæði starfsfólk og íbúar tóku virkan þátt í deginum.  Í Höfðasal var kötturinn sleginn úr tunnunni og að lokum var slegið upp dansiballi.  Kosið var um flottasta hattinn og búninginn.  Kjartan Guðmundsson bar sigur úr býtum um flottasta hattinn og Elísabet  Ragnarsdóttir sjúkraþjálfari átti flottasta búninginn.