Ólína Ingibjörg ráðin hjúkrunarforstjóri

Á fundi stjórnar Höfða í gær var samþykkt að ráða Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðing MLM í starf hjúkrunarforstjóra.

Ólína Ingibjörg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og lauk MS-MLM, meistaranámi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun vorið 2019 frá Háskólanum á Bifröst.  Hún hefur starfað sem hjúkrunardeildarstjóri á Höfða frá árinu 2017.