Laufabrauðsskurður

 

Allmargir íbúar Höfða og dagdeildarfólk tóku þátt í laufabrauðsskurði í dag. Auðséð var á handbragðinu að flestir voru þaulvanir þessari list. Kaffi og konfekt var á borðum og létt yfir fólki við skurðinn.

Sögustund

 

Þóra Grímsdóttir sagnaþulur var með sögustund á Höfða í  dag. 40 – 50 manns sóttu sögustundina og var góður rómur var gerður að flutningi Þóru.

Ráðherra í heimsókn

 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti Höfða í dag. Í fylgd með honum var Árni Snæbjörnsson aðstoðarmaður ráðherra.

 

Ráðherra heilsaði upp á íbúa og starfsmenn, skoðaði nýafstaðnar framkvæmdir við Höfða og ræddi við framkvæmdastjóra um stöðu heimilisins.

Vel heppnaðir vökudagar

 

 

 

Mikil aðsókn var að Vökudögum á Höfða um helgina. Um 120 manns komu á föstudag og 140 manns á laugardag. Var almenn ánægja með þau atriði sem þar var boðið upp á, en þau voru kynnt hér á heimasíðunni 26.október.