Framlenging á hertum heimsóknarreglum

HÆTTUSTIG almannavarna – COVID-19

Heimsóknir eru leyfðar á eftirfarandi tíma:  Frá kl. 14:00 til kl. 16:00

Allir gestir eru beðnir að virða 2ja metra regluna (nema maki)

Allir gestir  þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta hendur í inngangi heimila.  

Eingöngu nánustu aðstandendur mega koma í heimsókn og almenna reglan er að einn gestur komi í heimsókn í einu.  Stjórnendur heimila meta aðstæður og geta leyft 2 gestum að hámarki að koma inn á sama tíma á meðan að hættustig almannavarna er í gildi.     

Heimsóknargestir verða að fara eftir ítrustu leiðbeiningum um sóttvarnir í samfélaginu og sérstaklega er mikilvægt að virða eftirfarandi:

Ekki vera í fjölmenni. Dæmi um hvað átt er hér við:

Ekki fara í stórar veislur,   almenna reglan er að vera ekki í samkvæmi þar sem fleiri en 10 koma saman.

Takmarka ferðir í verslanir. Ef þarft að fara í verslun, ekki fara á háannatíma. Fara frekar snemma morguns eða seinna um kvöld þegar minna er að gera.

Ekki koma í heimsókn ef þú hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.

Ekki koma í heimsókn  ef þú ert með flensulík einkenni eða ert í sóttkví/einangrun.

Ekki koma í heimsókn ef þú hefur umgengist einhvern sem er með flensulík einkenni eða hefur dvalið erlendis síðustu 14 daga.

Heimsóknargestir eiga að fara beint inn og út úr herbergi aðstandenda og mega ekki dvelja í sameiginlegum rýmum.

Heimsóknargestur sem þarf að ná tali af starfsmanni er beðin að hringja til hans og bíða svo inn á herbergi þar til starfsmaður kemur til hans.

Íbúar mega fara í bíltúr, göngutúr og í heimsóknir með þeim tilmælum að í þessum ferðum hitti íbúar í flestum tilfellum sömu aðila og þá sem koma í heimsókn til þeirra á hjúkrunarheimilið.

Reglur þessar taka þegar gildi.

Fh. Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri

Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarforstjóri