Eufemia Berglind Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur á Höfða hélt í dag fyrirlestur um heilabilun fyrir starfsfólk, íbúa og aðstandendur. Um 50 manns sóttu fyrirlesturinn.
Eufemia Berglind var með kynningu á glærum og fór yfir mismunandi kenningar um orsök og afleiðingar heilabilunar. Í máli hennar kom fram að Alsheimer sjúkrómur getur greinst í einstaklingum frá 40 ára aldri og að endurhæfing sjúklinga er mjög mikilvæg til að viðhalda sem lengst sem mestu minni, en í sjúkdómsferlinu eru einkenni oft hægfara og óljós.
Eufemia Berlind og móðir hennar, Lilja G.Pétursdóttir íbúi á Höfða, færu heimilinu að gjöf fjórar bækur um heilabilun.
Fremsta röð frá hægri: Guðjón Pétursson, Kristín P.Magnúsdóttir, Sigurður Halldórsson, Eygló H.Halldórsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Steinunn Hafliðadóttir.
Davíð Ólafsson bassi og Stefán Helgi Stefánsson tenór fluttu sönglög og dúetta á Höfða í dag. Söngur þeirra félaga vakti mjög mikla hrifningu hjá íbúm Höfða sem troðfylltu samkomusalinn. Davíð og Stefán Helgi munu væntanlega heimsækja Höfða aftur í desember.
Hin árlega kvöldvaka sem starfsfólk Höfða býður íbúum til var haldin s.l. miðvikudagskvöld. Boðið var upp á kökur og góðgæti sem starfsmenn komu með að heiman og voru veitingar glæsilegar að vanda. Þetta árlega boð lýsir þeim góða anda sem ríkir á Höfða.
Guðjón setti skemmtunina og fór með kveðskap í léttum dúr og síðan rak hvert skemmtiatriðið annað: Magadansflokkur frá Mangó dansstúdíói sýndi listir sínar, þrjár ungar stúlkur Sunnar RósSigmundsdóttir, Aldís Eir Valgeirsdóttir og Aldís Lind Benediktsdóttir sungu nokkur lög, Margrét Saga söng nokkur lög, m.a. eitt frumsamið, við undirleik föður síns Gunnars SturluHervarssonar og hópur dansara frá Feban sýndi línudans.
Skemmtinefnd skipuðu þær Erla B.Sveinsdóttir, Ester Theódórsdóttir, Gréta Jóhannesdóttir, Guðný S.Sigurðardóttir og Þórey Einarsdóttir.
Þetta skemmtikvöld tókst frábærlega vel og var mjög vel sótt af íbúum og starfsmönnum.
Kræsingar á borðum.
Frá vinstri: Þórey Einarsdóttir, Erla B.Sveinsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Gréta Jóhannesdóttir, Vilborg Inga Guðjónsdóttir.
Gunnar Sturla Hervarsson og Margrét Saga Gunnarsdóttir.
Sunna Rós, Aldís Lind og Aldís Eir.
Frá vinstri: Hulda Ragnarsdóttir, Sólveig Kristinsdóttir, Júlána Karvalsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir (við borðsendann). Fremst til hægri situr Vilborg Inga Guðjónsdóttir
Guðjón Guðmundsson.
Magadansflokkur.
Frá vinstri: Sigrún Halldórsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Sigurbjörg Oddsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Valgarður L.Jónsson og Sigrún Stefánsdóttir.
Frá vinstri: Hólmsteinn Valdimarsson, Alfreð Kristjánsson, Jón Einarsson, Einar Jónssn, Kristján Pálsson og Lilja Pétursdóttir.
Síðdegis í dag var ball á Höfða. Hljómsveitin Bjórbandið lék og söng gömlu góðu lögin, en hljómsveitina skipa Baldur Árnason, Árni Aðalsteinsson, Helgi Jensson og Smári Guðbjartsson.
Mikil stemning var á ballinu og dansgólfið troðfullt allan tímann.
Næsta ball með bjórbandinu verður væntanlega í nóvember.
Í gær og fyrradag hafa íbúar Höfða staðið í sláturgerð með aðstoð nokkurra starfsmanna. Tekin voru 80 slátur. Fólk var einbeitt við sláturgerðina og handtökin fagmannleg. Augljóst var að þeir sem að sláturgerðinni stóðu hafa tekið slátur allan sinn búskap.
Sigríður Guðmundsdóttir lét sig ekki vanta í sláturgerðina og saumaði vambir af miklum krafti, en hún verður 100 ára eftir 4 mánuði. Var það mál manna að hún hefði allt að 90 ára reynslu af sláturgerð.
Létt var yfir mannskapnum og augljóst að allir höfðu af þessu gaman. Fyrsta sláturmáltíðin verður framreidd á morgun, en slátrið er sívinsæll matur hjá íbúum og starfsfólki Höfða.
Yfirblandari í sláturgerðinni var sem endranær Svandís Stefánsdóttir.
Frá vinstri: Sjöfn Jóhannesdóttir og Guðný Þorvaldsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir og Margrét A.Guðmundsdóttir.
Frá vinstri sitja: Guðrún Þórunn Árnadóttir, Lilja Pétursdóttir og Lára Arnfinnsdóttir. Við hurðina situr Sigurlaug Garðarsdóttir.
Frá vinstri: Skarphéðinn Árnason, Jóhannes L.Halldórsson og Björn Gústafsson.
Íbúar Höfða voru með samverustund í samkomusalnum í dag. Þar flutti Gunnvör Björnsdóttir falleg ljóð, Guðrún Adolfsdóttir lék nokkur lög á píanó og flutt var veiðisaga eftir Kjartan Guðmundsson þar sem hann lýsir viðureign sinni við „þann stóra“ í Haukadalsá. Að lokum var leikinn af geisladiski rímnakveðskapur Steindórs Andersen.
Nemendur sérkennsludeildar Brekkubæjarskóla sem nefna sig Fjörfiska heimsóttu Höfða í gær ásamt leiðbeinendum sínum. Þeir skoðuðu heimilið í fylgd forstöðukonu sem bauð þeim upp á veitingar áður en þeir kvöddu.
Aðalfundur Dvalarheimilisins Höfða var haldinn 6.júlí s.l. Þar flutti Benedikt Jónmundsson formaður stjórnar Höfða skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2008 og JóhannÞórðarson endurskoðandi fór yfir ársreikning félagsins og svaraði spurningum ásamt framkvæmdastjóra. Reikningurinn var síðan samþykktur samhljóða.
Rekstur Höfða gekk vel á árinu, en uppreiknaðar lífeyrisskuldbindingar hækkuðu mikið.
Hin árlega sumarferð Höfðafólks var farin í gær. Yfir 40 manns, íbúar Höfða og dagdeildarfólk, tóku þátt í ferðinni ásamt nokkrum starfsmönnum. Lagt var af stað kl. 13 og ekið til Stykkishólms með viðkomu við Gerðuberg. Eftir skoðunarferð um Stykkishólm var haldið á hótelið þar sem boðið var upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð af meðlæti. Að því loknu var svo ekið heim með viðkomu við Helgafell og í Borgarnesi og komið heim að Höfða upp úr kl. 19.
Hópurinn fékk frábært ferðaveður, logn, sólarlaust og 17 stiga hita. Farið var með nýrri Sæmundarrútu sem tekur hjólastóla, en undanfarin sumur hefur hjólastólafólk þurft að vera í sér bifreið. Er auðvitað skemmtilegra að allir geti verið í sömu rútu. Leiðsögumaður í þessari ferð var Björn Ingi Finsen og var leiðsögn hans fróðleg og skemmtileg að vanda.
Almenn ánægja var með þessa ferð sem tókst í alla staði mjög vel.
Frá vinstri: Margrét Jónsdóttir, Sigurður Einarsson og Guðrún Ólafsdóttir.
Frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Rakel Jónsdóttir, Ólafur Þórðarson og Magnús Guðmundsson. Standandi er Katrín Baldvinsdóttir.
Sitjandi: Sigurjón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir og Rakel Jónsdóttir. Standandi: Tómas Sigurðsson, Björn Sigurbjörnsson, Bjarney Hagalínsdóttir, Guðrún Adolfsdóttir, Sigríður Jensdóttir og Inga Magnúsdóttir.
Í dag hófust Írskir dagar á Akranesi og stendur hátíðin í 3 daga. Íbúar Höfða og dagdeildarfólk héldu upp á þetta með útiskemmtun um miðjan daginn. Boðið var upp á léttar veitingar og Jón Heiðar spilaði á harmonikku.
Þessi uppákoma tókst í alla staði vel, enda besta veður ársins – logn og 20 stiga hiti.
Frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Kristinn Finnsson og Garðar Óskarsson.
Frá vinstri: Guðjón Pétursson, Sigurður Halldórsson, Hólmsteinn Valdimarsson, Sigríður Jónsdóttir, Kristján Pálsson og Jón Einarsson.
Lengst til hægri er Sigurður Einarsson, þá Lúðvík Björnsson og milli þeirra stendur Theódóra Jóhannesdóttir. Við borðsendann situr Lilja Pétursdóttir og vinstra megin Sveinn Jónsson og Jóhanna Þorleifsdóttir.
Frá vinstri: Guðrún Kjartansdóttir, Rósa Sigurðardóttir og Steindóra Steinsdóttir. Á næsta borði sjást Tómas Sigurðsson og Bjarney Hagalínsdóttir.
Sitjandi frá vinstri: Sigvaldi Jónsson, Sigurbjörg Oddsd´totir, Björn Gústafsson, Anna Magdalena Jónsdóttir og Rakel Jónsdóttir. Standandi er Linda Guðnadóttir.
Frá hægri: Sigrún Halldórsdóttir, Sveinína Jónsdóttir og Svava Símonardóttir.
Standandi sjást frá vinstri: Ingigerður Höskulsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Júlíana Karvelsdóttir, Linda Guðnadóttir og Ólöf Auður Böðvarsdóttir.
Frá vinstri: Tómas Sigurðsson, Vignir G.Jónsson, Sigríður Eiríksdóttir og Bjarney Hagalínsdóttir.
Sigjandi frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir, ………… Guðbjörg Pétursdóttir, Gunnar Guðjónsson, ……… og Jónína Finsen lengst til hægri. Standandi til vinstri er Sjöfn Jóhannesdóttir og til hægri Grétar Jónsson og Linda Guðnadóttir. Fjær sést Sigurður J.Hauksson.